Kaldar kveðjur til borgarbúa Baldur Borgþórsson skrifar 8. mars 2022 14:30 Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarlína Samgöngur Vegtollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar