Liverpool fór áfram þrátt fyrir tap 8. mars 2022 22:04 Liverpool er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, Matthew Ashton - AMA/Getty Images Liverpool er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer því áfram eftir samanlagðan 2-1 sigur. Fyrir leik var ljóst að Ítalíumeistararnir ættu ærið verkefni framundan. Liverpool hafði unnið tólf leiki í röð í öllum keppnum og ekki á allra færi að vinna að minnsta kosti tveggja marka sigur gegn Rauða hernum. Fyrsta mark leiksins leit loksins dagsins ljós eftir klukkutíma leik þegar Lautaro Martinez fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum upp í samskeytin fjær fyrir gestina í Inter. Þarna var því komin von fyrir Ítalíumeistarana, en sú von lifði ekki lengi. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Alexis Sanchez sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Gestirnir þurftu því að spila manni færri seinasta hálftíman. Ekki tókst tíu leikmönnum Inter að gera alvöru atlögu að marki Liverpool og heimamenn gengu á lagið. Heimamenn fengu nokkur góð færi til að gera algjörlega út um einvígið, en niðurstaðan varð 1-0 sigur Inter og þar með samanlegaður 2-1 sigur Liverpool sem er nú á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn
Liverpool er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Ítalíumeisturum Inter í kvöld. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer því áfram eftir samanlagðan 2-1 sigur. Fyrir leik var ljóst að Ítalíumeistararnir ættu ærið verkefni framundan. Liverpool hafði unnið tólf leiki í röð í öllum keppnum og ekki á allra færi að vinna að minnsta kosti tveggja marka sigur gegn Rauða hernum. Fyrsta mark leiksins leit loksins dagsins ljós eftir klukkutíma leik þegar Lautaro Martinez fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum upp í samskeytin fjær fyrir gestina í Inter. Þarna var því komin von fyrir Ítalíumeistarana, en sú von lifði ekki lengi. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Alexis Sanchez sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Gestirnir þurftu því að spila manni færri seinasta hálftíman. Ekki tókst tíu leikmönnum Inter að gera alvöru atlögu að marki Liverpool og heimamenn gengu á lagið. Heimamenn fengu nokkur góð færi til að gera algjörlega út um einvígið, en niðurstaðan varð 1-0 sigur Inter og þar með samanlegaður 2-1 sigur Liverpool sem er nú á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti