Aðgengi allra, líka þegar snjóar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. mars 2022 15:30 Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð. Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar? Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað. Gerum nauðsynlegar úrbætur Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel af sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð. Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar? Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað. Gerum nauðsynlegar úrbætur Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel af sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar