Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 16:26 Andri Sigurðsson er allt annað en sáttur við ummæli Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur. Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07