Þyrla Gæslunnar var kölluð út í dag ásamt björgunarsveitum til að koma fólkinu til aðstoðar. Aðstæður á jöklinum voru slæmar, veður á svæðinu var afar slæmt og skyggni lélegt þegar þyrlan gerði tilraun til að finna fólkið fyrr í kvöld.
Það var björgunarsveitarfólk á snjósleðum og björgunarsveitarbíl sem kom að fólkinu laust eftir klukkan tíu í kvöld og hlúðu að þeim þar sem til þyrlan kom á svæðið og flutti fólkið heim. Fólkið hafði grafið sig í fönn á meðan það beið eftir aðstoð.
Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að eldsneytistankar þyrlunnar hafi verið fylltir í Reykjavík og undanfarar frá Landsbjörg fengnir til að fara með þyrlunni frá Reykjavík þegar veður varð betra. Þá hafi fjöldi björgunarsveitarmanna verið kallaður út til að leita fólksins við krefjandi aðstæður á jöklinum og leitin hafi borið árangur á ellefta tímanum í kvöld.
Björgunarsveitarmenn undirbjuggu lendingarstað fyrir þyrluna sem lenti á vettvangi þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í ellefu. Fólkið veðrur nú flutt til Reykjavíkur með þyrlunni til aðhlynningar.
Uppfært klukkan 23:30.