Einhentur en stefnir á heimsleikana: „Kærastan er fyrirmyndin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2022 10:30 Breki Þórðarson lætur ekkert stöðva sig. Breki Þórðarson er 23 ára byggingartæknifræðinemi og Crossfit kappi sem stefnir á heimsleikana í Crossfit árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag CrossFit Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“