Í myndbandi Vogue sést Jakob meðal annars leika við hundinn sinn og svo ræðir hann um leiklistarferilinn. Kemur hann þar meðal annars inn á það hvernig það er að leika Nate Jacobs í Euphoria, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu.
„Þetta er óraunverulegt,“ segir Jakob þegar hann sýnir útsýnið frá þakinu sínu. Þar má sjá Hollywood skiltið fræga. Hann hefur búið í Los Angeles í fjögur ár og bjó fyrst í lítilli íbúð og horfði þá með stjörnur í augunum á húsin fyrir neðan Hollywood skiltið. Nú býr hann sjálfur í einu slíku og leiklistarferillinn er kominn á flug.
„Það er eitthvað við hvern karakter sem fólk nær að tengja við,“ segir leikarinn um Euphoria þættina.