Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 15:38 Vigdís var kjörinn borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira