Í stiklunni má sjá hluta úr lífi Obi-Wans á Tatooine og það að hann er að standa vörð um Luke Skywalker. Þar má þó einnig sjá að svokallaðir Sith Inquisitors eru á hælunum á honum með tilheyrandi sveiflandi geislasverðum.
Svo verður að nefna það að í lokinn má heyra Darth Vader draga andann.
Þættirnir verða sex talsins og sá fyrsti verður frumsýndur á Disney + þann 25. maí.
Í aðalhlutverkum eru Ewan McGregor, Hayden Christensen, Ruper Friend, Kumail nanjiani, Joel Edgerton, Simone Kessell, Maya Erskine og Sung Kang, svo einhver séu nefnd.