Sindri Björnsson kom Leikni yfir strax á þriðju mínútu leiksins og voru það hálfleikstölur. Á 55. mínútu fékk Andi Hoti, leikmaður Aftureldingar sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Leiknir fékk vítaspyrnu í kjölfarið og úr henni skoraði Sindri sitt annað mark í leiknum. Eftir það röðuðu gestirnir inn mörkunum en Róbert Hauksson skoraði þriðja mark Leiknis tveimur mínútum síðar.
Birgir Baldvinsson bætti við fjórða marki Leiknis á 73. mínútu áður en Róbert skoraði annað mark sitt og fimmta mark Leiknis á lokamínútu leiksins, lokatölur 0-5.
Leiknir er með sigrinum búið að jafna KR á toppi riðilsins með 10 stig. KR-ingar eiga þó leik til góða. Afturelding er áfram á botni riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki.