Forseti PSG ætlaði í dómarann eftir leik og lét öllum illum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Nasser Al-Khelaifi er forseti Paris Saint-Germain og hefur sett mikinn pening í félagið til að vinna loksins Meistaradeildina. Hann þarf að bíða í eitt ár enn að minnsta kosti. Getty/Sebnem Coskun Forráðamenn Paris Saint-Germain voru öskuillir eftir leik Real Madrid og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Real sló PSG út. Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira