Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 13:21 Tryggingafélagið TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir í málskostnað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira