Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 11:46 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Vísir/Vilhelm Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43