Ómar Már vill leiða lista Miðflokksins í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 12:10 Ómar Már Jónsson. Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má. Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má.
Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38