Ómar Már vill leiða lista Miðflokksins í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 12:10 Ómar Már Jónsson. Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má. Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Í tilkynningu segir að málefni sveitarstjórna séu honum ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri um árabil. Þá skipaði hann 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tilkynnti á dögunum að hún myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Jóhannes Loftsson, sem leiddi lista hjá Ábyrgri framtíð í síðustu þingkosningum, hefur tilkynnt að hann sækist einnig eftir efsta sætinu á lista Miðflokksins í borginni. Miðflokkurinn náði inn einum manni í borgarstjórn í kosningunum 2018. Varaborgarfulltrúinn Baldur Borgþórsson ákvað á miðju kjörtímabili að segja skilið við Miðflokkinn og ganga til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna. Í tilkynningu frá Ómari Má segir að stjórnmál séu stór hluti af lífi hans þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri sínum. „Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar. Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja,“ segir í tilkynningunni frá Ómari Má.
Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9. mars 2022 15:38