Sigurganga Arsenal heldur áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi.
Óstöðvandi. vísir/Getty

Ekkert virðist geta stöðvað Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir en sigurganga þeirra hélt áfram í dag þegar Lundúnarliðið fékk Leicester City í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var aðeins ellefu mínútna gamall þegar Thomas Partey kom heimamönnum í forystu eftir stoðsendingu Gabriel Martinelli.

Leicester ógnuðu lítið á síðasta þriðjungi vallarins en Aaron Ramsdale þurfti einu sinni að hafa sig allan við þegar hann varði skalla Caglar Soyuncu virkilega vel.

Arsenal voru mun beinskeyttari í sínum aðgerðum og eftir tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði Alexandre Lacazette forystuna með marki úr vítaspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki og fimmti sigur Arsenal í röð staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira