Lífið

Veð­bankar telja Reykja­víkur­dætur sigur­strang­legar

Árni Sæberg skrifar
Reykjavíkurdætur eru líklegastar til að fara til Tórínó fyrir hönd Íslendinga, að sögn veðbanka.
Reykjavíkurdætur eru líklegastar til að fara til Tórínó fyrir hönd Íslendinga, að sögn veðbanka. Baldur Kristjánsson/RÚV

Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision.

Veðbankar heimsins bjóða fólki að veðja á svo til hvað sem er milli himins og jarðar, þar eru undankeppnir hinna ýmsu landa fyrir Eurovision engin undantekning.

Vefsíðan Eurovisionworld hefur tekið saman stuðla nokkurra helstu veðbanka en samkvæmt þeim er lag Reykjavíkurdætra, Tökum af stað eða Turn This Around, langsigurstranglegast.

Á Coolbet er lagið með stuðulinn 1,55. Fyrir þá sem ekki þekkja til veðmála þýðir það að sá sem veðjar hundrað krónum á lagið fær 155 krónur í sinn hlut, vinni lagið. Samkvæmt helstu veðbönkum eru sigurlíkur Reykjavíkurdætra 54 prósent.

Næst á eftir kemur lagið Þaðan af eða Then Again í flutningi Kötlu með 21 prósent sigurlíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×