Lífið

Fram­lag Svía í Euro­vision liggur fyrir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Söngkonan Cornelia Jakobs fer til Ítalíu í maí.
Söngkonan Cornelia Jakobs fer til Ítalíu í maí. Youtube/Skjáskot

Söngkonan Cornelia Jakobs bar sigur úr býtum í keppninni Melodifestivalen með laginu Hold Me Closer. Hún tekur því þátt í Eurovison fyrir hönd Svía í maí.

Söngkonan hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt í forkeppninni í Svíþjóð en það gerði hún árið 2011 og 2012 með hljómsveit sinni Love Generation. Aldrei hefur hún komist jafnlangt og með laginu Hold Me Closer en það var í fyrsta skipti sem hún komst í úrslit.

Í kvöld komu 12 lög til greina og mikil spenna var í keppninni, segir hjá Eurovision.tv.

Hlusta má á framlag Svía hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.