Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 15:05 Ragnar Þór vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar. Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31