Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:26 Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins. Eurovision Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Eurovision Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira