Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. mars 2022 14:30 Frá slagsmálum stuðningsmanna Querétaro og Atlas. MANUEL VELASQUEZ/GETTY IMAGES Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur. Mexíkó Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur.
Mexíkó Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira