Börnin okkar í Kópavogi Ásta Kristín Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2022 09:00 Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar