Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:01 Armenski utanríkisráðherrann Ararat Mirzoyan og tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu funduðu í Antalya í Tyrklandi um helgina. AP Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu. Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu.
Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00