Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2022 00:03 Mynd frá vettvangi. Ferðamaðurinn fannst skömmu fyrir miðnætti, um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Landsbjörg Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“ Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45