Bruno laus við veiruna og verður með á móti Atletico í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 12:01 Bruno Fernandes verður væntanlega í byrjunarliði Manchester United í kvöld en í að minnsta í leikmannahópnum. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United endurheimtir Bruno Fernandes fyrir leikinn mikilvæga á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Fernandes missti af leik United um helgina þar sem landi hans Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes trained for Manchester United today, per @SimonPeach After missing Saturday s game vs. Spurs because of COVID-19, he could be back for Tuesday s Champions League second leg vs. Atlético. pic.twitter.com/aGnMpni3aL— B/R Football (@brfootball) March 14, 2022 „Hann fór í próf í gær [Sunnudag] og það kom út neikvætt. Það er ástæðan fyrir því að hann mátti æfa með okkur í dag,“ sagði Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Manchester United og Atletico Madrid á Old Trafford hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni. Rangnick fagnar því að vera með alla sína leikmenn klára í verkefni kvöldsins. „Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn klárir. Það er smá spurningarmerki í kringum Luke Shaw. Hann æfði í gær og í dag en við þurfum að bíða og sjá. Allir aðrir eru að æfa,“ sagði Rangnick. Bruno Fernandes has assisted in every #UCL match that he s played in this season. pic.twitter.com/IRBvPQFPSC— UtdDistrict (@UtdDistrict) March 14, 2022 Manchester United spilar leikinn aðeins 72 klukkutímum eftir leikinn á móti Tottenham. Hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo fór þá á kostum en Rangnick hefur ekki áhyggjur af því að Ronaldo verði orkulítill eða þreyttur í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann nái ekki endurheimt. Hann hefur alltaf verið maður sem hugsar mjög vel um sig og líkamann sinn. Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera,“ sagði Rangnick. „Það er mögulegt að það komi nýir menn inn í byrjunarliðið en það er ekki ástæða til að breyta mörgum leikstöðum. Það er gott að allir séu í boði og vissulega betra en ef það væri fimm eða sex leikmenn frá keppni,“ sagði Rangnick.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira