Eitt útilokar ekki annað Davíð Guðmundsson skrifar 16. mars 2022 06:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun