Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. Vladimír Vladimíróvitsj Pútín fæddist foreldrum sínum Maríu Ivanovu Pútínu og Vladimír Spiridónóvítsj Pútín þann 7. október 1952 í Leníngrad í Sovétríkjunum. Hann var þriðja barn þeirra hjóna, sem bæði voru á fimmtugsaldri þegar hann fæddist. Eldri bræður hans tveir, Viktor og Albert, höfðu látist í barnæsku. Albert þegar hann var aðeins ungbarn og Viktor úr barnaveiki á meðan á umsátrinu um Leníngrad stóð í Síðari heimsstyrjöld. Pútín og foreldrar hans sumarið 1985 áður en hann flutti með fjölskyldu sinni til Þýskalands.Getty/Laski Diffusion/ Móðir Vladimírs vann við ýmis tilfallandi störf en faðir hans hafði þjónað í sovéska hernum í heimsstyrjöldinni síðari en særst illa á báðum fótum. Á uppeldisárum Vladimírs yngri starfaði faðir hans í verksmiðju við smíði lestarvagna. Fjölskyldan bjó í lítilli íbúð í borginni en átti samt sem áður sumarhús fyrir utan borgarmörkin. Ástæðu þessa munaðar telja margir vera þá að Vladimír eldri hafi sinnt leynilegum störfum fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann hafði í stríðinu verið hluti af hersveitum NKVD, fyrirrennara KGB, en meint störf hans fyrir leyniþjónustuna eftir stríð eru þó alls óstaðfest. Dreymdi að verða njósnari Ritað er um það í ævisögum Pútíns að hann hafi ekki verið sérstaklega metnaðarfullur nemandi á sínum yngri árum. Hann einbeitti sér heldur að íþróttunum, æfði rússnesku bardagaíþróttina sambó og júdó, og dreymdi um að verða njósnari þegar hann yrði fullorðinn. Þegar leið á fullorðinsárin stundaði Vladimír Pútín laganám í háskólanum í Leníngrad og útskrifaðist þaðan árið 1975. Sama ár gekk hann til liðs við rússnesku leyniþjónustuna KGB og fékk það hlutverk eftir að þjálfun hans lauk að fylgjast með útlendingum og ræðismönnum erlendra ríkja í Leníngrad. Árið 1983 giftist Pútín flugfreyjunni Lyudmilu Shkrebneva. Þeim fæddist dóttirin Mariya í apríl 1985 en síðar sama ár fluttist fjölskyldan til Dresden í Austur-Þýskalandi, þar sem Pútín starfaði fyrir KGB. Ári síðar, í ágúst 1986 fæddist þeim dóttirin Yekaterína. Mætti mótmælendum í Dresden Starfstíð Pútíns í Dresden er jafnan sögð hafa verið viðburðalítil nema eitt kvöld í desember 1989. Pútín var þá 37 ára gamall og yfirvöld í Austur-Þýskalandi að missa tökin. Opinber andstaða við yfirvöld var að aukast, mótmæli höfðu staðið yfir í Dresden eins og í mörgum öðrum austur-þýskum borgum allt haustið og kvöldið 5. desember 1989 söfnuðust íbúar borgarinnar saman fyrir utan höfuðstöðvar Stasi, ríkisöryggisráðuneyti Austur-Þýskalands, í Dresden. Vladimír Pútín og eiginkona hans Lyudmila á brúðkaupsdaginn.Getty/Russian Archives Eftir að mannfjöldanum hafði tekist að ráðast inn í höfuðstöðvar Stasi í borginni héldu margir úr mótmælendahópnum yfir að höfuðstöðvum KGB. Innandyra voru starfsmenn leyniþjónustunnar í óðaönn að eyða viðkvæmum skjölum, Pútín sjálfur þar á meðal eins og hann hefur sjálfur sagt frá. Mannfjöldinn færðist nær og nær en Pútín gekk út, ávarpaði mannfjöldann og sagði honum að inni væru öryggisverðir sem myndu ekki hika við að beita vopnum til að verja bygginguna. Í ævisögu sinni greinir Pútín frá því að eftir að hafa ávarpað mannfjöldann hafi hann horfið aftur inn í bygginguna og hringt eftir aðstoð sovéska hersins, sem var staðsettur nærri borginni. Yfirmenn herdeildarinnar neituðu þó að koma, nema þeir fengju beina skipun frá Moskvu, sem aldrei barst. Að lokum hvarf mannfjöldinn frá og starfsmenn KGB héldu áfram að eyða skjölunum óáreittir. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Frá Leníngrad til Moskvu á tæpum áratug Í ársbyrjun 1990 sagði Pútín skilið við leyniþjónustuna og sneri aftur til Rússlands þar sem hann hóf störf á skrifstofu Leníngradháskóla, sem hann hafði fimmtán árum áður stundað nám við. Það entist þó ekki lengi því þremur mánuðum síðar var hann orðinn ráðgjafi formanns borgarráðs Leníngrad, Anatólí Sobtsjak, sem hafði kennt honum við lagadeild Leníngradháskóla. Hann starfaði náið með Sotbtsjak og var árið 1994 orðinn aðstoðarborgarstjóri Sankti Pétursborgar, áður Leníngrad. Pútínfjölskyldan flutti árið 1996 til Moskvu þar sem Vladimír hafði fengið starf í forsetahöllinni og vann sig upp valdastigann. Í júlí 1998 var Pútín svo skipaður yfirmaður FSB, innanríkisleyniþjónustu Rússlands, af Jeltsín forseta og varð síðar sama ár ritari Öryggisráðsins. Pútín og Boris Jeltsín, forveri hans.Getty/Antoine GYORI Vinsældir Jeltsíns fóru dvínandi og hann ásamt nánustu ráðgjöfum kepptust við að finna eftirmann, mann sem myndi ekki sækja Jeltsín til saka fyrir mögulega glæpi eftir að hann léti af embætti. Svo fór að Vladimír Pútín, sem þá var lítt þekktur embættismaður en hafði unnið sig hratt upp valdastigann í Moskvu, var skipaður forsætisráðherra og fimm mánuðum síðar, í árslok 1999, tók hann við forsetaembættinu. Hafði ekki tíma fyrir Jeltsín Boðað hafði verið til forsetakosninga í mars 2000. Pútín fór með sigur úr bítum með 53 prósent greiddra atkvæða. Heimildarmyndargerðarmenn voru staddir heima hjá Jeltsín, dyggum stuðningsmanni arftaka síns Pútíns, þegar niðurstöður kosningarnar komu í hús. Myndefni frá kvöldinu vakti mikla athygli á sínum tíma en Jeltsín gerði tilraun til að hringja í Pútín þegar sigurinn var ljós. Svo virðist sem Pútín hafi ekki haft tíma til að tala við læriföðurinn þegar hann hringdi og Jeltsín beið allt kvöldið eftir símtali frá Pútín, sem aldrei kom eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Fyrstu árin hét Pútín því að binda endi á spillinguna, sem hafði þrifist í Rússlandi í valdatíð Jeltsíns, og tryggja öruggt efnahagsástand. Hann breytti stjórnskipun ríkisins, skipti 89 héruðum Rússlands upp í sjö ný svæði, sem öllum er stjórnað af mönnum sem skipaðir eru af forsetanum. Þá afnam hann rétt svæðisstjóranna til að sitja í sambandsríkjaráðinu, efri deild rússneska þingsins, og fór í skipulagða herferð gegn svonefndum ólígörkum, auðjöfrum sem höfðu orðið valdamiklir í tíð Jeltsíns. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Bill Clinton forseti Bandaríkjanna á G8 fundi í Japan sumarið 2000.Getty/Kurita KAKU Á kjörtímabilinu hófst stríðið í Írak, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin í september 2001, og Pútín studdi opinberlega við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Pútín bauð Bandaríkjunum að fljúga um lofthelgi Rússlands til að tryggja mannúðaraðstoð í Írak og lofaði hjálp við leitar- og björgunaraðgerðir. Þrátt fyrir það gagnrýndi hann, auk Gerhards Schröder kanslara Þýskalands og Jacques Chirac forseta Frakklands, áætlanir Bandaríkjanna og Bretlands um að koma ríkisstjórn Saddam Hussein frá völdum í Írak. Téténíustríðið síðara og aðkoma Pútíns Fyrsta kjörtímabil hans var þó róstursamt en rússnesk yfirvöld stóðu þá í stríði innan eigin landamæra. Í tíð Pútíns sem forsætisráðherra hafði seinna Téténíustríðið verið háð milli rússneskra stjórnvalda og aðskilnaðarsinna í Téténíu, sambandsríkis í Norður-Kákasusfjöllum. Stríðinu lauk opinberlega í maí 2000 en mannfall meðal Téténa hafði verið mikið og aðskilnaðarsinnar ekki á því að viðurkenna sigur Rússa. Við tók tímabil þar sem aðskilnaðarsinnar héldu úti reglulegum hryðjuverkaárásum í Rússlandi og sprengdu meðal annars upp fjölda íbúðarblokka. Margir hafa þó haldið því fram að röð sprengjuárása á íbúðarblokkir haustið og veturinn 1999 hafi ekki verið framdar af aðskilnaðarsinnum heldur af FSB, í von um að tryggja stuðning almennings við hernaðaraðgerðir stjórnvalda í Téténíu. Því til stuðnings hefur verið bent á að í einni árásanna hafi tveir starfsmenn FSB sést koma sprengiefni fyrir í íbúðarblokk. Þeir voru í kjölfarið handteknir en lögreglu fyrirskipað að láta útsendarana lausa. Margir vilja meina að skipunin hafi komið beint frá þáverandi forsætisráðherra sjálfum og fyrrverandi yfirmanni FSB, Vladimír Pútín. Frá umsátri rússneska hersins um Grozny, höfuðborg Téténíu, árið 1996.Getty/Eric BOUVET Hernaðaraðgerðum Rússa í Téténíu lauk opinberlega árið 2002 en til ársins 2009 voru rússneskir ráðamenn við völd í fjallríkinu. Ramzan Kadyrov tók við forsetaembætti í Téténíu árið 2007 eftir að hafa verð tilnefndur af Pútín og hefur síðan starfað náið með rússneska forsetanum. Hann hafði sjálfur barist við hlið aðskilnaðarsinna en snúið baki við þeim til að ganga til liðs við Pútín. Mótmælin hefjast og vísbendingar um misræmi í kosningum Eftir að hafa styrkt efnahag Rússlands á sínu fyrsta kjörtímabili í forsetaembætti hlaut Pútín endurkjör í forsetakosningum í mars 2004, með 71 prósenti greiddra atkvæða. Á kjörtímabilinu fóru stjórnunarhættir Pútíns að skýrast. Í lok árs 2006 hófust fjöldamótmæli í Moskvu, þar sem kallað var eftir afsögn Pútíns, sem breiddust út og fóru reglulega fram í mörgum stærstu borgum Rússlands. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu ekki fengið leyfi fyrir þeim og enduðu mörg þeirra í fjöldahandtökum og húsleitum. Þremur árum síðar, í þingkosningum 2007, vann stjórnmálaflokkur Pútíns, Sameinað Rússland, yfirgnæfandi sigur þó svo að margar erlendar eftirlitsstofnanir drægju niðurstöður kosninganna í efa. Frá mótmælum í Moskvu í desember 2006. Stjórn Pútíns forseta var mótmælt harðlega og fjöldi mótmælenda var handtekinn þar sem ekki hafði fengist leyfi fyrir því að halda mótmælafundi.Getty/Dima Korotayev Árið 2008 var svo enn aftur komið að forsetakosningum. Pútín var þó ómögulegt að bjóða sig aftur fram enda stjórnarskrárbundið að forseti sæti ekki lengur en tvö kjörtímabil í einu. Hann hafði valið sér Dmitry Medvedev sem arftaka og stuttu eftir að Medvedev vann forsetakosningar tilkynnti Pútín að hann hefði tekið við sem formaður stjórnmálaflokks síns, Sameinaðs Rússlands. Medvedev var vígður í embætti 7. maí 2008 og innan við klukkutíma eftir innsetningarathöfnina tilkynnti hann að Pútín yrði forsætisráðherra hans. Daginn eftir staðfesti rússneska þingið val Medvedevs á forsætisráðherra. Forseti, forsætisráðherra og aftur forseti Í september 2011, þegar líða tók að kosningum, tilkynnti Medvedev að hann hygðist skiptast á embættum við Pútín, bæri Sameinað Rússlands sigur úr bítum í þingkosningum. Sú varð raunin en mótmælaalda reið yfir Rússland í kjölfar þingkosninganna vegna niðurstaðanna, sem margir töldu falsaðar. Þrátt fyrir sterk mótframboð í forsetakosningunum tók Pútín aftur við forsetaembættinu vorið 2012. Hans fyrsta embættisverk var að skipa Medvedev forsætisráðherra. Vladimír Pútín og Dmitry Medvedev á ríkisstjórnarfundi í desember 2019.Getty/Mikhail Svetlov Við tók stórtæk aðgerð til að brjóta mótmælendur á bak aftur. Stjórnarandstæðingar voru fangelsaðir, samtök sem fengu erlent fjármagn voru flokkuð sem erlend ógn. Spenna milli Rússlands og Bandaríkjanna fór svo að aukast eftir að uppljóstrarinn Edward Snowden sótti um hæli í Rússlandi, eftir að hafa ljóstrað upp um framferði bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA, og spenna milli ríkjanna tveggja hefur aðeins aukist með hverju árinu sem liðið hefur síðan þá. Upphaf deilnanna við Úkraínu Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa svo að magnast eftir að Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Pútín sagði í viðtali á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Viktor Janúkóvitsj og Vladimír Pútín funda í Moskvu í desember 2013 þegar fjöldamótmæli stóðu yfir í Úkraínu vegna ákvörðunar Janúkóvitsj að hafna inngöngu í Evrópusambandið.Getty/Sasha Mordovets Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Pútín neitaði að viðurkenna réttmæti ríkisstjórnarinnar sem hafði tekið við völdum af ríkisstjórn Janúkóvits og óskaði eftir stuðningi rússneska þingsins til að senda inn rússneskar hersveitir í Úkraínu til að gæta þar rússneskra hagsmuna. Innlimun Krímskaga og hrap MH17 Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Síðar sama mánuð kaus meirihluti íbúa á Krímskaga að vera hluti af Rússlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tveimur dögum eftir það skrifaði Pútín undir yfirlýsingu þess efnis að Krímskagi væri hluti af Rússlandi. Ástandið í Kænugarði í Úkraínu eftir fjöldamótmæli gegn ríkisstjórn Janúkóvitsj.Getty/Giles Clarke Vestræn ríki brugðust við með því að beita menn í innsta hring Pútíns viðskiptaþvingunum. Átökin héldu þó áfram og stigmögnuðust milli úkraínskra stjórnvalda og aðskilnaðarsinna. Fjöldi sönnunargagna því til stuðnings að Rússar hafi tekið beinan þátt í átökunum um Krímskaga liggja fyrir en þrátt fyrir það hefur Pútín alltaf neitað því að hafa átt þátt í átökunum. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda voru hertar enn frekar eftir að flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður 17. júlí 2014 yfir Úkraínu með 298 innanborðs. Allt benti til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússnesku eldflaugakerfi, sem skotið hafi verið af á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rússneskir hermenn á Krímskaga í mars 2014.Getty/Sean Gallup Rússneskur efnahagur beið nokkra hnekki af viðskiptaþvingunum auk hækkandi olíuverðs og svo fór að rússneskar og úkraínskar sendinefndir mættust til friðarviðræðna í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands í september 2014. Samið var um vopnahlé, sem hélt þó ekki lengi. Átök í Austur-Úkraínu héldu áfram árið 2015 þrátt fyrir tilraunir til friðarviðræðna. Þúsundir almennra borgara fallið Þátttaka Rússa í alþjóðlegum átökum jókst haustið 2015 eftir að Pútín ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og lýsti því yfir að Rússland væri heimsveldi sem myndi auka áhrif sín utan landssteinanna. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið mun meiri ógn við frið í heiminum en Rússland. Tveimur dögum síðar hófst bein þátttaka Rússa í borgarastríðinu í Sýrlandi. Rússneskar herbifreiðar í Sýrlandi.Getty/Samer Uveyd Pútín hafði þá borist hjálparbeiðni frá Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna blóðugrar borgarastyrjaldar sem staðið hafði yfir frá arabíska vorinu árið 2011. Þrátt fyrir að bein þátttaka Rússlands hafi hafist árið 2015 höfðu Rússar frá upphafi borgarastyrjaldarinnar veitt sýrlenska stjórnarhernum aðstoð í formi vopnasendinga. Stjórnvöld í Rússlandi hafa alltaf haldið því fram að enginn almennur borgari hafi fallið vegna aðgerða þeirra í Sýrlandi. Samtökin Airwars greindu frá því í skýrslu sem þau birtu í fyrra að þau telji meira en 24 þúsund almenna sýrlenska borgara hafa fallið vegna árása Rússa í Sýrlandi og Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað þá um stríðsglæpi í Sýrlandi. Dularfullar eitranir stjórnarandstæðinga Frá því að Pútín tók við völdum hefur hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum dáið við furðulegar kringumstæður. Í febrúar 2015 var stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov skotinn til bana fyrir utan Kreml en nokkrum dögum áður hafði hann gagnrýnt hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Eitt þekktasta dæmið um stjórnarandstæðing sem lést undir furðulegum kringumstæðum er morðið á Alexander Litvinenkó, fyrrverandi starfsmanni FSB. Hann hafði flúið til Bretlands eftir að hafa talað opinberlega um tengsl rússneskra yfirvalda við mafíuna. Hann lést árið 2006 eftir að tveir rússneskir leyniþjónustumenn eitruðu fyrir honum með efninu pólóníum-210. Frá rannsókn bresku lögreglunnar í Salisbury vegna eitrunar Skripal feðginanna.Getty/Christopher Furlong Annar fyrrverandi leyniþjónustumaður var hætt kominn þegar eitrað var fyrir honum og dóttur hans í Bretlandi árið 2018. Sá var Sergei Skripal en eitrað var fyrir honum og dóttur hans með rússneska taugaeitrinu Novichok. Bresk yfirvöld sökuðu Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið og Theresa May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrirskipaði á þriðja tug rússneskra leyniþjónustumanna að yfirgefa landið í kjölfarið. Einn þekktasti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, varð sömuleiðis fórnarlamb rússneska taugaeitursins novichok. Navalní fór að láta til sín taka í mótmælunum 2011 og var ítrekað fangelsaður fyrir þátttöku sína í þeim. Hann bauð sig fram til borgarstjóra Moskvu árið 2013 og lenti í öðru sæti. Alexei Navalní afplánar nú fangelsisdóm í Rússlandi vegna brots á skilorði. AP Photo Á undanförnum árum hefur flokki Navalnís verið bannað að bjóða fram til kosninga, hann ítrekað handtekinn og dæmdur til fangelsisvistar. Árið 2020 var eitrað fyrir honum með Novichok og honum flogið til Þýskalands þar sem hann komst undir læknishendur. Yfirvöld hafa tekið fyrir að hafa átt þátt í eitruninni en þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi var Navalní handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð með því að yfirgefa landið og afplánar nú fangelsisdóm. Aðkoma Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016 Á undanförnum árum hafa Rússar einbeitt sér meira og meira að nethernaði. Rússar beindu spjótum sínum til að mynda að Úkraínu. Á tveggja mánaða tímabili árið 2016 gerðu Rússar yfir sex þúsund netárásir á úkraínska innviði. Fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna árið 2016 var rússneskum netspjótum svo beint að demókrataflokknum og frambjóðanda hans Hillary Clinton. Rússneskir netþrjótar komust yfir þúsundir tölvupósta, þar á meðal pósta sem Clinton hafði sent, sem birtir voru á WikiLeaks í júlí 2016. Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn á netárásum Rússa og síðar kom í ljós að sérstaklega var rannsakað hvort árásir Rússa hafi verið í samstarfi við framboð Donalds Trumps þá forsetaframbjóðanda Repúblíkana. Frá fundi Pútíns og Trump í Helsinki 2018.Getty/Chris McGrath Bandarískar leyniþjónustur komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hafi fyrirskipað netárásir á Bandaríkin í von um að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna. Pútín hefur ávallt neitað því og Trump hélt því staðfastlega fram að ekkert væri til í niðurstöðum leyniþjónustanna. Í maí 2017, eftir að Trump hafði tekið við embætti, tókst bandarísku leyniþjónustunni að tengja netárásirnar við rússneska fyrirtækið Fancy Bear, sem hefur náin tengsl við rússnesk yfirvöld, og hafði gert netárásirnar á demókrataflokkinn. Þá varð uppi fótur og fit þegar Trump sagði eftir fund hans og Pútin í Finnlandi í júlí 2018 að hann tryði Pútín, sem hafði fyrr á fundinum neitað því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Gæti setið á valdastóli til dauðadags Pútín bar svo sigur úr bítum, enn á ný, í forsetakosningum árið 2018. Við lá að hann væri einn í framboði. Framboð Navalnís hafði verið bannað og frambjóðandi kommúnstaflokksins, Pavel Grudinin, varð fyrir stöðugu aðkasti frá ríkisfréttastofum Rússlands. Deilur Bretlands og Rússlands vegna eitrunar Skripal feðginanna hafði þá lítil áhrif. Kosningaeftirlitsstofnunin Golos greindi frá því að á mörgum kosningastöðum hafi hún orðið þess vör að ekki væri allt með feldu og víða hafi kjörseðlar verið mun fleiri en kjósendur. Pútín sagði niðurstöðurnar stórkostlegan sigur. Í janúar 2020, þegar annað kjörtímabil hans á forsetastóli í röð var hálfnað, tilkynnti hann það að hann hygðist gera breytingar á rússnesku stjórnarskránni. Breytingarnar fólust í því að takmörk á fjölda kjörtímabila, sem forsetar geta setið, yrðu afnumin. Með því gerði hann sér kleift að sitja á forsetastóli til dauðadags. Medvedev, sem þá var enn forsætisráðherra, sagði af sér og sagði það til þess að gefa Pútín rými til að gera þær breytingar sem hann vildi. Breytingartillögur Pútíns flugu í gegn um rússneska þingið og Pútín boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu til að staðfesta breytingarnar. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar voru Pútin í hag en stjórnarandstæðingar vöktu á því athygli að sjálfstæðar eftirlitsstofnanir hafi ekki fengið að fylgjast með atkvæðagreiðslunni, og drógu niðurstöður hennar verulega í efa. Stríð í Úkraínu Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Í febrúarbyrjun voru meira en 190 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu. Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði úkraínsku héraðannna Luhansk og Donetsk og þremur dögum síðar, aðfaranótt 24. febrúar, hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Eftirmálar rússneskra loftárása í Kænugarði í mars 2022.Getty/Andrea Carrubba Síðan þá hefur sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi mörgum hverjum verið lokað og frétta- og blaðamenn flúið, Rússum er bannað að tala um stríðið í Úkraínu sem stríð og eiga yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi geri þeir það. Hreðjatak Pútíns á ríki sínu eykst með hverjum deginum. Rússland Fréttaskýringar Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Hernaður Kalda stríðið Morðið á Boris Nemtsov Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent
Vladimír Vladimíróvitsj Pútín fæddist foreldrum sínum Maríu Ivanovu Pútínu og Vladimír Spiridónóvítsj Pútín þann 7. október 1952 í Leníngrad í Sovétríkjunum. Hann var þriðja barn þeirra hjóna, sem bæði voru á fimmtugsaldri þegar hann fæddist. Eldri bræður hans tveir, Viktor og Albert, höfðu látist í barnæsku. Albert þegar hann var aðeins ungbarn og Viktor úr barnaveiki á meðan á umsátrinu um Leníngrad stóð í Síðari heimsstyrjöld. Pútín og foreldrar hans sumarið 1985 áður en hann flutti með fjölskyldu sinni til Þýskalands.Getty/Laski Diffusion/ Móðir Vladimírs vann við ýmis tilfallandi störf en faðir hans hafði þjónað í sovéska hernum í heimsstyrjöldinni síðari en særst illa á báðum fótum. Á uppeldisárum Vladimírs yngri starfaði faðir hans í verksmiðju við smíði lestarvagna. Fjölskyldan bjó í lítilli íbúð í borginni en átti samt sem áður sumarhús fyrir utan borgarmörkin. Ástæðu þessa munaðar telja margir vera þá að Vladimír eldri hafi sinnt leynilegum störfum fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hann hafði í stríðinu verið hluti af hersveitum NKVD, fyrirrennara KGB, en meint störf hans fyrir leyniþjónustuna eftir stríð eru þó alls óstaðfest. Dreymdi að verða njósnari Ritað er um það í ævisögum Pútíns að hann hafi ekki verið sérstaklega metnaðarfullur nemandi á sínum yngri árum. Hann einbeitti sér heldur að íþróttunum, æfði rússnesku bardagaíþróttina sambó og júdó, og dreymdi um að verða njósnari þegar hann yrði fullorðinn. Þegar leið á fullorðinsárin stundaði Vladimír Pútín laganám í háskólanum í Leníngrad og útskrifaðist þaðan árið 1975. Sama ár gekk hann til liðs við rússnesku leyniþjónustuna KGB og fékk það hlutverk eftir að þjálfun hans lauk að fylgjast með útlendingum og ræðismönnum erlendra ríkja í Leníngrad. Árið 1983 giftist Pútín flugfreyjunni Lyudmilu Shkrebneva. Þeim fæddist dóttirin Mariya í apríl 1985 en síðar sama ár fluttist fjölskyldan til Dresden í Austur-Þýskalandi, þar sem Pútín starfaði fyrir KGB. Ári síðar, í ágúst 1986 fæddist þeim dóttirin Yekaterína. Mætti mótmælendum í Dresden Starfstíð Pútíns í Dresden er jafnan sögð hafa verið viðburðalítil nema eitt kvöld í desember 1989. Pútín var þá 37 ára gamall og yfirvöld í Austur-Þýskalandi að missa tökin. Opinber andstaða við yfirvöld var að aukast, mótmæli höfðu staðið yfir í Dresden eins og í mörgum öðrum austur-þýskum borgum allt haustið og kvöldið 5. desember 1989 söfnuðust íbúar borgarinnar saman fyrir utan höfuðstöðvar Stasi, ríkisöryggisráðuneyti Austur-Þýskalands, í Dresden. Vladimír Pútín og eiginkona hans Lyudmila á brúðkaupsdaginn.Getty/Russian Archives Eftir að mannfjöldanum hafði tekist að ráðast inn í höfuðstöðvar Stasi í borginni héldu margir úr mótmælendahópnum yfir að höfuðstöðvum KGB. Innandyra voru starfsmenn leyniþjónustunnar í óðaönn að eyða viðkvæmum skjölum, Pútín sjálfur þar á meðal eins og hann hefur sjálfur sagt frá. Mannfjöldinn færðist nær og nær en Pútín gekk út, ávarpaði mannfjöldann og sagði honum að inni væru öryggisverðir sem myndu ekki hika við að beita vopnum til að verja bygginguna. Í ævisögu sinni greinir Pútín frá því að eftir að hafa ávarpað mannfjöldann hafi hann horfið aftur inn í bygginguna og hringt eftir aðstoð sovéska hersins, sem var staðsettur nærri borginni. Yfirmenn herdeildarinnar neituðu þó að koma, nema þeir fengju beina skipun frá Moskvu, sem aldrei barst. Að lokum hvarf mannfjöldinn frá og starfsmenn KGB héldu áfram að eyða skjölunum óáreittir. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Frá Leníngrad til Moskvu á tæpum áratug Í ársbyrjun 1990 sagði Pútín skilið við leyniþjónustuna og sneri aftur til Rússlands þar sem hann hóf störf á skrifstofu Leníngradháskóla, sem hann hafði fimmtán árum áður stundað nám við. Það entist þó ekki lengi því þremur mánuðum síðar var hann orðinn ráðgjafi formanns borgarráðs Leníngrad, Anatólí Sobtsjak, sem hafði kennt honum við lagadeild Leníngradháskóla. Hann starfaði náið með Sotbtsjak og var árið 1994 orðinn aðstoðarborgarstjóri Sankti Pétursborgar, áður Leníngrad. Pútínfjölskyldan flutti árið 1996 til Moskvu þar sem Vladimír hafði fengið starf í forsetahöllinni og vann sig upp valdastigann. Í júlí 1998 var Pútín svo skipaður yfirmaður FSB, innanríkisleyniþjónustu Rússlands, af Jeltsín forseta og varð síðar sama ár ritari Öryggisráðsins. Pútín og Boris Jeltsín, forveri hans.Getty/Antoine GYORI Vinsældir Jeltsíns fóru dvínandi og hann ásamt nánustu ráðgjöfum kepptust við að finna eftirmann, mann sem myndi ekki sækja Jeltsín til saka fyrir mögulega glæpi eftir að hann léti af embætti. Svo fór að Vladimír Pútín, sem þá var lítt þekktur embættismaður en hafði unnið sig hratt upp valdastigann í Moskvu, var skipaður forsætisráðherra og fimm mánuðum síðar, í árslok 1999, tók hann við forsetaembættinu. Hafði ekki tíma fyrir Jeltsín Boðað hafði verið til forsetakosninga í mars 2000. Pútín fór með sigur úr bítum með 53 prósent greiddra atkvæða. Heimildarmyndargerðarmenn voru staddir heima hjá Jeltsín, dyggum stuðningsmanni arftaka síns Pútíns, þegar niðurstöður kosningarnar komu í hús. Myndefni frá kvöldinu vakti mikla athygli á sínum tíma en Jeltsín gerði tilraun til að hringja í Pútín þegar sigurinn var ljós. Svo virðist sem Pútín hafi ekki haft tíma til að tala við læriföðurinn þegar hann hringdi og Jeltsín beið allt kvöldið eftir símtali frá Pútín, sem aldrei kom eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Fyrstu árin hét Pútín því að binda endi á spillinguna, sem hafði þrifist í Rússlandi í valdatíð Jeltsíns, og tryggja öruggt efnahagsástand. Hann breytti stjórnskipun ríkisins, skipti 89 héruðum Rússlands upp í sjö ný svæði, sem öllum er stjórnað af mönnum sem skipaðir eru af forsetanum. Þá afnam hann rétt svæðisstjóranna til að sitja í sambandsríkjaráðinu, efri deild rússneska þingsins, og fór í skipulagða herferð gegn svonefndum ólígörkum, auðjöfrum sem höfðu orðið valdamiklir í tíð Jeltsíns. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Bill Clinton forseti Bandaríkjanna á G8 fundi í Japan sumarið 2000.Getty/Kurita KAKU Á kjörtímabilinu hófst stríðið í Írak, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin í september 2001, og Pútín studdi opinberlega við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Pútín bauð Bandaríkjunum að fljúga um lofthelgi Rússlands til að tryggja mannúðaraðstoð í Írak og lofaði hjálp við leitar- og björgunaraðgerðir. Þrátt fyrir það gagnrýndi hann, auk Gerhards Schröder kanslara Þýskalands og Jacques Chirac forseta Frakklands, áætlanir Bandaríkjanna og Bretlands um að koma ríkisstjórn Saddam Hussein frá völdum í Írak. Téténíustríðið síðara og aðkoma Pútíns Fyrsta kjörtímabil hans var þó róstursamt en rússnesk yfirvöld stóðu þá í stríði innan eigin landamæra. Í tíð Pútíns sem forsætisráðherra hafði seinna Téténíustríðið verið háð milli rússneskra stjórnvalda og aðskilnaðarsinna í Téténíu, sambandsríkis í Norður-Kákasusfjöllum. Stríðinu lauk opinberlega í maí 2000 en mannfall meðal Téténa hafði verið mikið og aðskilnaðarsinnar ekki á því að viðurkenna sigur Rússa. Við tók tímabil þar sem aðskilnaðarsinnar héldu úti reglulegum hryðjuverkaárásum í Rússlandi og sprengdu meðal annars upp fjölda íbúðarblokka. Margir hafa þó haldið því fram að röð sprengjuárása á íbúðarblokkir haustið og veturinn 1999 hafi ekki verið framdar af aðskilnaðarsinnum heldur af FSB, í von um að tryggja stuðning almennings við hernaðaraðgerðir stjórnvalda í Téténíu. Því til stuðnings hefur verið bent á að í einni árásanna hafi tveir starfsmenn FSB sést koma sprengiefni fyrir í íbúðarblokk. Þeir voru í kjölfarið handteknir en lögreglu fyrirskipað að láta útsendarana lausa. Margir vilja meina að skipunin hafi komið beint frá þáverandi forsætisráðherra sjálfum og fyrrverandi yfirmanni FSB, Vladimír Pútín. Frá umsátri rússneska hersins um Grozny, höfuðborg Téténíu, árið 1996.Getty/Eric BOUVET Hernaðaraðgerðum Rússa í Téténíu lauk opinberlega árið 2002 en til ársins 2009 voru rússneskir ráðamenn við völd í fjallríkinu. Ramzan Kadyrov tók við forsetaembætti í Téténíu árið 2007 eftir að hafa verð tilnefndur af Pútín og hefur síðan starfað náið með rússneska forsetanum. Hann hafði sjálfur barist við hlið aðskilnaðarsinna en snúið baki við þeim til að ganga til liðs við Pútín. Mótmælin hefjast og vísbendingar um misræmi í kosningum Eftir að hafa styrkt efnahag Rússlands á sínu fyrsta kjörtímabili í forsetaembætti hlaut Pútín endurkjör í forsetakosningum í mars 2004, með 71 prósenti greiddra atkvæða. Á kjörtímabilinu fóru stjórnunarhættir Pútíns að skýrast. Í lok árs 2006 hófust fjöldamótmæli í Moskvu, þar sem kallað var eftir afsögn Pútíns, sem breiddust út og fóru reglulega fram í mörgum stærstu borgum Rússlands. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu ekki fengið leyfi fyrir þeim og enduðu mörg þeirra í fjöldahandtökum og húsleitum. Þremur árum síðar, í þingkosningum 2007, vann stjórnmálaflokkur Pútíns, Sameinað Rússland, yfirgnæfandi sigur þó svo að margar erlendar eftirlitsstofnanir drægju niðurstöður kosninganna í efa. Frá mótmælum í Moskvu í desember 2006. Stjórn Pútíns forseta var mótmælt harðlega og fjöldi mótmælenda var handtekinn þar sem ekki hafði fengist leyfi fyrir því að halda mótmælafundi.Getty/Dima Korotayev Árið 2008 var svo enn aftur komið að forsetakosningum. Pútín var þó ómögulegt að bjóða sig aftur fram enda stjórnarskrárbundið að forseti sæti ekki lengur en tvö kjörtímabil í einu. Hann hafði valið sér Dmitry Medvedev sem arftaka og stuttu eftir að Medvedev vann forsetakosningar tilkynnti Pútín að hann hefði tekið við sem formaður stjórnmálaflokks síns, Sameinaðs Rússlands. Medvedev var vígður í embætti 7. maí 2008 og innan við klukkutíma eftir innsetningarathöfnina tilkynnti hann að Pútín yrði forsætisráðherra hans. Daginn eftir staðfesti rússneska þingið val Medvedevs á forsætisráðherra. Forseti, forsætisráðherra og aftur forseti Í september 2011, þegar líða tók að kosningum, tilkynnti Medvedev að hann hygðist skiptast á embættum við Pútín, bæri Sameinað Rússlands sigur úr bítum í þingkosningum. Sú varð raunin en mótmælaalda reið yfir Rússland í kjölfar þingkosninganna vegna niðurstaðanna, sem margir töldu falsaðar. Þrátt fyrir sterk mótframboð í forsetakosningunum tók Pútín aftur við forsetaembættinu vorið 2012. Hans fyrsta embættisverk var að skipa Medvedev forsætisráðherra. Vladimír Pútín og Dmitry Medvedev á ríkisstjórnarfundi í desember 2019.Getty/Mikhail Svetlov Við tók stórtæk aðgerð til að brjóta mótmælendur á bak aftur. Stjórnarandstæðingar voru fangelsaðir, samtök sem fengu erlent fjármagn voru flokkuð sem erlend ógn. Spenna milli Rússlands og Bandaríkjanna fór svo að aukast eftir að uppljóstrarinn Edward Snowden sótti um hæli í Rússlandi, eftir að hafa ljóstrað upp um framferði bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA, og spenna milli ríkjanna tveggja hefur aðeins aukist með hverju árinu sem liðið hefur síðan þá. Upphaf deilnanna við Úkraínu Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa svo að magnast eftir að Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Pútín sagði í viðtali á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Viktor Janúkóvitsj og Vladimír Pútín funda í Moskvu í desember 2013 þegar fjöldamótmæli stóðu yfir í Úkraínu vegna ákvörðunar Janúkóvitsj að hafna inngöngu í Evrópusambandið.Getty/Sasha Mordovets Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Pútín neitaði að viðurkenna réttmæti ríkisstjórnarinnar sem hafði tekið við völdum af ríkisstjórn Janúkóvits og óskaði eftir stuðningi rússneska þingsins til að senda inn rússneskar hersveitir í Úkraínu til að gæta þar rússneskra hagsmuna. Innlimun Krímskaga og hrap MH17 Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Síðar sama mánuð kaus meirihluti íbúa á Krímskaga að vera hluti af Rússlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tveimur dögum eftir það skrifaði Pútín undir yfirlýsingu þess efnis að Krímskagi væri hluti af Rússlandi. Ástandið í Kænugarði í Úkraínu eftir fjöldamótmæli gegn ríkisstjórn Janúkóvitsj.Getty/Giles Clarke Vestræn ríki brugðust við með því að beita menn í innsta hring Pútíns viðskiptaþvingunum. Átökin héldu þó áfram og stigmögnuðust milli úkraínskra stjórnvalda og aðskilnaðarsinna. Fjöldi sönnunargagna því til stuðnings að Rússar hafi tekið beinan þátt í átökunum um Krímskaga liggja fyrir en þrátt fyrir það hefur Pútín alltaf neitað því að hafa átt þátt í átökunum. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda voru hertar enn frekar eftir að flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður 17. júlí 2014 yfir Úkraínu með 298 innanborðs. Allt benti til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússnesku eldflaugakerfi, sem skotið hafi verið af á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rússneskir hermenn á Krímskaga í mars 2014.Getty/Sean Gallup Rússneskur efnahagur beið nokkra hnekki af viðskiptaþvingunum auk hækkandi olíuverðs og svo fór að rússneskar og úkraínskar sendinefndir mættust til friðarviðræðna í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands í september 2014. Samið var um vopnahlé, sem hélt þó ekki lengi. Átök í Austur-Úkraínu héldu áfram árið 2015 þrátt fyrir tilraunir til friðarviðræðna. Þúsundir almennra borgara fallið Þátttaka Rússa í alþjóðlegum átökum jókst haustið 2015 eftir að Pútín ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og lýsti því yfir að Rússland væri heimsveldi sem myndi auka áhrif sín utan landssteinanna. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið mun meiri ógn við frið í heiminum en Rússland. Tveimur dögum síðar hófst bein þátttaka Rússa í borgarastríðinu í Sýrlandi. Rússneskar herbifreiðar í Sýrlandi.Getty/Samer Uveyd Pútín hafði þá borist hjálparbeiðni frá Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna blóðugrar borgarastyrjaldar sem staðið hafði yfir frá arabíska vorinu árið 2011. Þrátt fyrir að bein þátttaka Rússlands hafi hafist árið 2015 höfðu Rússar frá upphafi borgarastyrjaldarinnar veitt sýrlenska stjórnarhernum aðstoð í formi vopnasendinga. Stjórnvöld í Rússlandi hafa alltaf haldið því fram að enginn almennur borgari hafi fallið vegna aðgerða þeirra í Sýrlandi. Samtökin Airwars greindu frá því í skýrslu sem þau birtu í fyrra að þau telji meira en 24 þúsund almenna sýrlenska borgara hafa fallið vegna árása Rússa í Sýrlandi og Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað þá um stríðsglæpi í Sýrlandi. Dularfullar eitranir stjórnarandstæðinga Frá því að Pútín tók við völdum hefur hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum dáið við furðulegar kringumstæður. Í febrúar 2015 var stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov skotinn til bana fyrir utan Kreml en nokkrum dögum áður hafði hann gagnrýnt hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Eitt þekktasta dæmið um stjórnarandstæðing sem lést undir furðulegum kringumstæðum er morðið á Alexander Litvinenkó, fyrrverandi starfsmanni FSB. Hann hafði flúið til Bretlands eftir að hafa talað opinberlega um tengsl rússneskra yfirvalda við mafíuna. Hann lést árið 2006 eftir að tveir rússneskir leyniþjónustumenn eitruðu fyrir honum með efninu pólóníum-210. Frá rannsókn bresku lögreglunnar í Salisbury vegna eitrunar Skripal feðginanna.Getty/Christopher Furlong Annar fyrrverandi leyniþjónustumaður var hætt kominn þegar eitrað var fyrir honum og dóttur hans í Bretlandi árið 2018. Sá var Sergei Skripal en eitrað var fyrir honum og dóttur hans með rússneska taugaeitrinu Novichok. Bresk yfirvöld sökuðu Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið og Theresa May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrirskipaði á þriðja tug rússneskra leyniþjónustumanna að yfirgefa landið í kjölfarið. Einn þekktasti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, varð sömuleiðis fórnarlamb rússneska taugaeitursins novichok. Navalní fór að láta til sín taka í mótmælunum 2011 og var ítrekað fangelsaður fyrir þátttöku sína í þeim. Hann bauð sig fram til borgarstjóra Moskvu árið 2013 og lenti í öðru sæti. Alexei Navalní afplánar nú fangelsisdóm í Rússlandi vegna brots á skilorði. AP Photo Á undanförnum árum hefur flokki Navalnís verið bannað að bjóða fram til kosninga, hann ítrekað handtekinn og dæmdur til fangelsisvistar. Árið 2020 var eitrað fyrir honum með Novichok og honum flogið til Þýskalands þar sem hann komst undir læknishendur. Yfirvöld hafa tekið fyrir að hafa átt þátt í eitruninni en þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi var Navalní handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð með því að yfirgefa landið og afplánar nú fangelsisdóm. Aðkoma Rússa að forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016 Á undanförnum árum hafa Rússar einbeitt sér meira og meira að nethernaði. Rússar beindu spjótum sínum til að mynda að Úkraínu. Á tveggja mánaða tímabili árið 2016 gerðu Rússar yfir sex þúsund netárásir á úkraínska innviði. Fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna árið 2016 var rússneskum netspjótum svo beint að demókrataflokknum og frambjóðanda hans Hillary Clinton. Rússneskir netþrjótar komust yfir þúsundir tölvupósta, þar á meðal pósta sem Clinton hafði sent, sem birtir voru á WikiLeaks í júlí 2016. Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn á netárásum Rússa og síðar kom í ljós að sérstaklega var rannsakað hvort árásir Rússa hafi verið í samstarfi við framboð Donalds Trumps þá forsetaframbjóðanda Repúblíkana. Frá fundi Pútíns og Trump í Helsinki 2018.Getty/Chris McGrath Bandarískar leyniþjónustur komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hafi fyrirskipað netárásir á Bandaríkin í von um að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna. Pútín hefur ávallt neitað því og Trump hélt því staðfastlega fram að ekkert væri til í niðurstöðum leyniþjónustanna. Í maí 2017, eftir að Trump hafði tekið við embætti, tókst bandarísku leyniþjónustunni að tengja netárásirnar við rússneska fyrirtækið Fancy Bear, sem hefur náin tengsl við rússnesk yfirvöld, og hafði gert netárásirnar á demókrataflokkinn. Þá varð uppi fótur og fit þegar Trump sagði eftir fund hans og Pútin í Finnlandi í júlí 2018 að hann tryði Pútín, sem hafði fyrr á fundinum neitað því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Gæti setið á valdastóli til dauðadags Pútín bar svo sigur úr bítum, enn á ný, í forsetakosningum árið 2018. Við lá að hann væri einn í framboði. Framboð Navalnís hafði verið bannað og frambjóðandi kommúnstaflokksins, Pavel Grudinin, varð fyrir stöðugu aðkasti frá ríkisfréttastofum Rússlands. Deilur Bretlands og Rússlands vegna eitrunar Skripal feðginanna hafði þá lítil áhrif. Kosningaeftirlitsstofnunin Golos greindi frá því að á mörgum kosningastöðum hafi hún orðið þess vör að ekki væri allt með feldu og víða hafi kjörseðlar verið mun fleiri en kjósendur. Pútín sagði niðurstöðurnar stórkostlegan sigur. Í janúar 2020, þegar annað kjörtímabil hans á forsetastóli í röð var hálfnað, tilkynnti hann það að hann hygðist gera breytingar á rússnesku stjórnarskránni. Breytingarnar fólust í því að takmörk á fjölda kjörtímabila, sem forsetar geta setið, yrðu afnumin. Með því gerði hann sér kleift að sitja á forsetastóli til dauðadags. Medvedev, sem þá var enn forsætisráðherra, sagði af sér og sagði það til þess að gefa Pútín rými til að gera þær breytingar sem hann vildi. Breytingartillögur Pútíns flugu í gegn um rússneska þingið og Pútín boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu til að staðfesta breytingarnar. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar voru Pútin í hag en stjórnarandstæðingar vöktu á því athygli að sjálfstæðar eftirlitsstofnanir hafi ekki fengið að fylgjast með atkvæðagreiðslunni, og drógu niðurstöður hennar verulega í efa. Stríð í Úkraínu Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Í febrúarbyrjun voru meira en 190 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu. Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði úkraínsku héraðannna Luhansk og Donetsk og þremur dögum síðar, aðfaranótt 24. febrúar, hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Eftirmálar rússneskra loftárása í Kænugarði í mars 2022.Getty/Andrea Carrubba Síðan þá hefur sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi mörgum hverjum verið lokað og frétta- og blaðamenn flúið, Rússum er bannað að tala um stríðið í Úkraínu sem stríð og eiga yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi geri þeir það. Hreðjatak Pútíns á ríki sínu eykst með hverjum deginum.