Innlent

Þyngdi dóm vegna nauðgunar sem heyrðist í sím­tali

Árni Sæberg skrifar
Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár.
Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár. Vísir/Vilhelm

Fangelsisdómur Ali Conteh, tæplega fertugs karlmanns, var í dag þyngdur um hálft ár í Landsrétti og verður honum gert að sæta fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun sem hann framdi árið 2018.

Conteh var sakfelldur fyrir að hafa á heimili sínu haft samræði og önnur kynferðismök við átján ára stúlku án samþykkis hennar og með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þá var hann dæmdur til að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur, en í héraði var hann dæmdur til greiðslu 1,6 milljónar króna.

Landsréttur staðfeti forsendur héraðsdóms um að framburður brotaþola hafi verið trúverðugur og ætti sér stoð í framburði vitna.

„Eins og nauðgun í beinni útsendingu“

Vitnisburðir vinkonu brotaþola og móður hennar voru mikilvægir í málinu en brotaþoli hringdi í vinkonu sína á meðan á nauðguninni stóð. Conteh sem og brotaþoli staðfestu það bæði fyrir dómi að konan hafi verið í símanum á meðan hann sleikti kynfæri hennar.

Þá segir einnig í niðurstöðum Landsréttar að hann hafi ekki einungis haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis heldur hafi hann einnig nýtt sér ástand hennar og aðstæður að öðru leyti til að ná þeim fram.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess hversu lengi rannsókn lögreglu dróst sem og alvarleika brots Contehs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×