Getur þú glatt barn með hjóli? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. mars 2022 09:30 Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð. Það finna flestir fyrir þeirri gleði og spennu sem kviknar þegar blómin byrja að springa út og grasið byrjar að grænka. Börn og ungmenni taka reiðhjólin sín út til þess að njóta þess frelsis sem þau veita, frelsi til athafna og frelsi til lýðheilsu. Margir skólar bjóða upp á hjólaferðir, sér í lagi er nær dregur sumri og eru slíkar ferðir notaðar til þess að styrkja sambönd ungmenna á milli sem og fræðslu um umhverfið. Markmið Hjólasöfnunar Barnaheilla er að veita þeim börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á að eignast hjól með öðrum hætti, tækifæri til þess að taka þátt í þeim félagslegu athöfnum sem reiðhjól bjóða upp á sem og tækifæri til aukins frelsis og fjölbreyttari ferðamáta. Það vilja allir og hafa rétt á að tilheyra sínum jafningahóp og það felur í sér meðal annars getu til að taka þátt í því sem jafningarnir eru að gera. Barnasáttmálinn er leiðarstef í starfi Barnaheilla og hann kveður meðal annars á um, að öll börn og ungmenni eiga rétt til þess að taka þátt í tómstundum. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá fyrstu söfnuninni hafa um 3.000 börn og ungmenni fengið úthlutað reiðhjólum sem gefin hafa verið áfram. Hjól sem ekki eru lengur í notkun og bíða kannski í geymslum fólks eftir því að fá hlutverk að nýju. Almenningur hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum og er það þakkarvert. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve gleðilegt það er að sjá bros og þakklæti barna og ungmenna sem fá afhend reiðhjól til eigin nota. Hjólasöfnun Barnaheilla fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum SORPU á höfuðborgarsvæðinu. Gámarnir eru tæmdir reglulega og reiðhjól flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Þar eru þau yfirfarin og gert við þau af hálfu sjálfboðaliða undir stjórn verkstæðisformanns í samtarfi við IOGT- Æskuna. Við hjá Barnaheillum hvetjum ykkur öll til þess að fara í geymslur ykkar og gefa þau reiðhjól sem ekki eru lengur í notkun áfram í söfnunina. Þannig nýtast þau sem allra best og hafa það hlutverk sem þeim er ætlað. Að leyfa öðrum að njóta þess að hjóla. Höfundur er verkefnastjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun