Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Heimsljós 16. mars 2022 14:10 Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur matur, eldsneyti og áburður snarhækkað í verði og birgðaflutningar raskast. „Allt þetta kemur harðast niður á hinum fátækustu í heiminum,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. „Nú er sáð fræjum óstöðugleika og óróa um allan heim. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir flóðbylgju hungurs og hruns alþjóðlega matvælakerfisins. Þar að auki sjást þess skýr merki að þetta stríð hefur sogað til sín fjármagn og dregið til sín athygli frá öðrum svæðum þar sem neyð ríkir.” UNRIC vekur athygli á því að rúmlega helmingur sólblómaolíu og 30 prósent hveitis komi frá Rússlandi og Úkraínu. Helmingur hveitis sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kaupir í þágu bágstaddra í heiminum kemur frá Úkraínu einni. 45 Afríkuríki sem eru í hópi lágtekjuríkja heims, flytja inn að minnsta kosti þriðjung hveitis frá Úkraínu og Rússlandi. Átján þeirra flytja inn meira en helming frá þessum þjóðum. Aðalframkvæmdastjórinn hvatti ríki heims til að fitja upp á skapandi lausnum til að fjármagna mannúðar- og þróunarstarf um allan heim, sýna rausn og láta þegar í stað af hendi fé sem lofað hefur verið. „Í stuttu máli má segja að þróunarríkjum er greitt bylmingshögg. Þau standa andspænis hverri raun á fætur annarri. Fyrir utan stríðið í Úkraínu skulum við ekki gleyma COVID og áhrifum loftslagsbreytinga, sérstaklega þurrkum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Innrás Rússa í Úkraínu Þróunarsamvinna Flóttamenn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur matur, eldsneyti og áburður snarhækkað í verði og birgðaflutningar raskast. „Allt þetta kemur harðast niður á hinum fátækustu í heiminum,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. „Nú er sáð fræjum óstöðugleika og óróa um allan heim. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir flóðbylgju hungurs og hruns alþjóðlega matvælakerfisins. Þar að auki sjást þess skýr merki að þetta stríð hefur sogað til sín fjármagn og dregið til sín athygli frá öðrum svæðum þar sem neyð ríkir.” UNRIC vekur athygli á því að rúmlega helmingur sólblómaolíu og 30 prósent hveitis komi frá Rússlandi og Úkraínu. Helmingur hveitis sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kaupir í þágu bágstaddra í heiminum kemur frá Úkraínu einni. 45 Afríkuríki sem eru í hópi lágtekjuríkja heims, flytja inn að minnsta kosti þriðjung hveitis frá Úkraínu og Rússlandi. Átján þeirra flytja inn meira en helming frá þessum þjóðum. Aðalframkvæmdastjórinn hvatti ríki heims til að fitja upp á skapandi lausnum til að fjármagna mannúðar- og þróunarstarf um allan heim, sýna rausn og láta þegar í stað af hendi fé sem lofað hefur verið. „Í stuttu máli má segja að þróunarríkjum er greitt bylmingshögg. Þau standa andspænis hverri raun á fætur annarri. Fyrir utan stríðið í Úkraínu skulum við ekki gleyma COVID og áhrifum loftslagsbreytinga, sérstaklega þurrkum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Innrás Rússa í Úkraínu Þróunarsamvinna Flóttamenn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent