Viðskipti innlent

Edda Falak til liðs við Stundina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja Edda Falak hafi komið með nýja nálgun í umfjöllun í hlaðvarpi sínu Eigin konum. Hún hefur sagst ekki vera á nornaveiðum heldur einfaldlega vera að hækka siðferðisþröskuld samfélagsins.
Óhætt er að segja Edda Falak hafi komið með nýja nálgun í umfjöllun í hlaðvarpi sínu Eigin konum. Hún hefur sagst ekki vera á nornaveiðum heldur einfaldlega vera að hækka siðferðisþröskuld samfélagsins. Vísir/Vilhelm

Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti.

Í þáttunum hefur fólk, aðallega konur, rakið erfiðar reynslusögur sínar. Þeirra á meðal Vítalía Lazareva en frásögn hennar af samskiptum við þjóðþekkta karlmenn varð til þess að þeir stigu til hliðar úr áhrifastöðum sínum í þjóðfélaginu.

Stundin ætlar að aðstoða Eddu við heimildaröflun fyrir þætti hennar og eftir atvikum fylgja þáttunum eftir. Þættirnir verða aðgengilegir áskrifendum Stundarinnar en einnig á Patreon. Opnir þættir verða frumsýndir á Stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×