Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. mars 2022 20:45 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Baldur Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent