Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 07:00 Sundhöllina teiknaði Guðjón Samúelsson. Hann hefur að mati fastagests laugarinnar mikið uppeldisgildi. reykjavik.is Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Konur sem sóttu Sundhöll Reykjavíkur hér á árum áður kvörtuðu oft yfir þröngum og leiðinlegum stiga sem þær þurftu að fara til að komast úr klefanum og upp í laug. Ansi leiðinlegur fylgikvilli þessa annars gamla og fallega klefa, sem hefur ekki verið í notkun í nokkur ár en margar konur eru farnar að sakna mjög. Stiginn er nefnilega mun minni hindrun fyrir þær sem ætla í innilaugina heldur en sú leið sem nú er í boði úr nýja klefanum, sem opnaði fyrir fáeinum árum. Þar þarf að labba í gegn um allt útisvæðið og upp á enn lengri stiga til að komast í innilaugina eða gömlu útipottana. Líkast refsingu fyrir að voga sér í sund Í bréfi sem doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir, fastagestur laugarinnar, skrifaði til yfirvalda um ástandið er þessari gönguferð í vonskuveðri lýst: „Það blés á móti mér napur vindur af austri og fylgdi honum slíkur kuldi að ég hrökklaðist til baka. Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund.“ Kannski örlítið dramatískt en Vilborg fullyrðir þó að margar eldri konur í hverfinu séu hættar að fara í sunda vegna þessa. Við litum við í Sundhöllinni í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hægt er að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan: Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, segist meðvituð um þessa óánægju sumra sundlaugargesta: „Við höfum svoldið verið að hleypa litlu skólastelpunum í gegn um húsið innangengt til að fara í innilaugina, sérstaklega á svona kvöldum og í þessum stormi sem verið hefur undanfarið en það er ekkert mikið kvartað. Auðvitað er alltaf einhver,“ segir Drífa. Drífa segir að klefinn muni opna á næstu dögum.stöð 2 Uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar Eitt af helstu einkennum Sundhallarinnar eru fataklefarnir sem að Guðjón Samúelsson hannaði. Og það er ljóst að margir hafa saknað þessa einstaka rýmis. Við vitnum aftur í bréf fastagestsins: „En hví mega eldri konur, sem búnar eru að hugga margt barnið og þerra margt tárið, ekki njóta þess að koma í húsakynni Guðjóns Samúelssonar og iðka þar sína líkamsrækt í ró og næði? Og hví skyldu litlu skólastúlkurnar ekki fá að njóta arkitektúrs Guðjóns um leið og þær læra að synda? Guðjón arkitektúr hefur uppeldisgildi.“ Viðgerð á gömlu klefunum hefur tekið mun lengri tíma en reiknað var með. Hann á þó að opna aftur á næstunni. „Vonandi bara núna næstu daga. Við vonum það að það veðri hægt að opna hann sem fyrst og þá verður hann opnaður allavega fyrir þá sem þurfa að sækja innilaugina; skólastundskrakkana og sundleikfimina og annað,“ segir Drífa. Og því er ljóst að uppeldisgildi Guðjóns Samúelssonar fer aftur að segja til sín í miðbænum í vor. Guðjón Samúelsson húsameistari. Bréf Vilborgar má lesa hér að neðan. Tengd skjöl Bref_VilborgarPDF4.1MBSækja skjal
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. 30. september 2021 20:35