Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:52 Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúar. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20
Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01