Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:52 Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúar. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir að meðalsölutími íbúða hafi þó lengst nokkuð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun árs miðað við mánuðina á undan. Í janúar var meðalsölutími íbúða á svæðinu 43,9 dagar samanborið við 40,8 daga í desember og 36,8 daga í október. Eftirspurnarþrýstingur er enn nokkur á íbúðamarkaði en fram kemur í skýrslunni að áhrif 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkana í fyrri hluta febrúar muni ekki koma fram í opinberum tölum strax. Enn eigi því eftir að koma í ljós hvort þær hækkanir muni draga úr eftirspurn. Samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta nam 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði um 21,9 prósentum í janúar en þar af hækkaði sérbýli um 27,4 prósent og fjölbýli um 21,5 prósent. Kaup og sala á íbúðarhúsnæði dregist saman Viðskipti með íbúðarhúsnæði hefur hins vegar dregist verulega saman milli mánaða og voru 724 talsins á landinu öllu í janúar. Það er um 32 prósentum minna en í desember. Þó kemur fram í tilkynningunni að sé horft á árstíðarleiðréttar tölur hafi samdrátturinn verið mun minni, eða um 11,2 prósent. Framboð íbúða til sölu hefur þá haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði eftir mikinn samdrátt undanfarin tvö ár. Í byrjun marsmánaðar voru 983 íbúðir til sölu á landinu öllu samanborið við 1.017 í byrjun febrúar. Í lok febrúar fór framboðið í fyrsta sinn undir 1.000 íbúðir en í mars í fyrra fór það í fyrsta sinn niður fyrir 2.000 íbúðir. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði þá um 1,1 prósent milli mánaða miðað við vísitölu leiguverðs í janúar. Leiguverðið er þá um 31,2 prósentum hærra en það var árið 2015 á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við fast verðlag. Þá lækkaði hlutfalli leigjenda í vanskilum töluvert á síðast ári en það var um 5,7 prósent samanborið við 8,4 prósent árið 2020.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. 16. mars 2022 16:31
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20
Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. 12. mars 2022 08:01