Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 08:18 Greiðslurnar eru tímabundin aðgerð vegna álags faraldurs Covid-19, meðal annars tengdu fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjarvista veikra starfsmanna. Aðgerðin átti að gilda til 15. mars með möguleika á framlengingu og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur hún verið framlengd til 31. mars. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira