Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. mars 2022 11:12 Frá Reykjanesbraut um ellefuleytið í dag. Vegagerðin Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“ Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“
Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10