Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2022 17:32 Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun