Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2022 17:32 Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun