Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 11:59 Dómurinn féllst á kröfu stúdentsins um að miða ætti framlag í lífeyrissjóð við 11,5 prósent. Hann féllst þó ekki á að miða ætti bætur við meðallaun viðskiptafræðinga frekar en miðgildi launa viðskiptafræðinga. Vísir/Vilhelm Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira