Sjáðu mark Alfonsar sem kom Bodø/Glimt áfram í Sambandsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2022 13:45 Hugo Vetlesen faðmar Alfons Sampsted eftir að flautað var til leiksloka í viðureign AZ Alkmaar og Bodø/Glimt í gær. ap/Peter Dejong Alfons Sampsted var hetja Bodø/Glimt þegar norsku meistararnir komust áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Bodø/Glimt mætti AZ Alkmaar í Hollandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Bodø/Glimt leiddi 2-1 eftir fyrri leikinn í Noregi. Gríski framherjinn Vangelis Pavlidis kom AZ yfir á 18. mínútu en Amahl Pellegrino jafnaði fyrir Bodø/Glimt átta mínútum síðar. Pavlidis var svo aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar átti Hugo Vetlesen fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig AZ. Þar var Alfons og hann stýrði boltanum í fjærhornið, framhjá Peter Vindahl, markverði hollenska liðsins. Lokatölur urðu 2-2 og því var það mark Alfonsar sem tryggði Bodø/Glimt sæti í átta liða úrslitunum. Allt það helsta úr leiknum í Alkmaar í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: AZ 2-2 Bodø/Glimt Alfons reyndist Bodø/Glimt svo sannarlega mikilvægur gegn AZ en hann lagði upp fyrra mark liðsins í fyrri leiknum fyrir Pellegrino. Alfons hefur leikið sextán leiki í Sambandsdeildinni á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið þrjár stoðsendingar. Bodø/Glimt varð í gær fyrsta norska liðið til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppni í 23 ár, eða síðan Vålerenga komst í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1998-99. Vålerenga mætti þar Chelsea og tapaði 6-2 samanlagt. Dregið verður í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á Stöð 2 Sport 2. Liðin sem Bodø/Glimt getur mætt eru eftirfarandi: Slavia Prag, Leicester City, Marseille, PAOK, Roma, Feyenoord og PSV Eindhoven. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Bodø/Glimt mætti AZ Alkmaar í Hollandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Bodø/Glimt leiddi 2-1 eftir fyrri leikinn í Noregi. Gríski framherjinn Vangelis Pavlidis kom AZ yfir á 18. mínútu en Amahl Pellegrino jafnaði fyrir Bodø/Glimt átta mínútum síðar. Pavlidis var svo aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin í venjulegum leiktíma ekki og því þurfti að framlengja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar átti Hugo Vetlesen fyrirgjöf frá hægri inn á vítateig AZ. Þar var Alfons og hann stýrði boltanum í fjærhornið, framhjá Peter Vindahl, markverði hollenska liðsins. Lokatölur urðu 2-2 og því var það mark Alfonsar sem tryggði Bodø/Glimt sæti í átta liða úrslitunum. Allt það helsta úr leiknum í Alkmaar í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: AZ 2-2 Bodø/Glimt Alfons reyndist Bodø/Glimt svo sannarlega mikilvægur gegn AZ en hann lagði upp fyrra mark liðsins í fyrri leiknum fyrir Pellegrino. Alfons hefur leikið sextán leiki í Sambandsdeildinni á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið þrjár stoðsendingar. Bodø/Glimt varð í gær fyrsta norska liðið til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppni í 23 ár, eða síðan Vålerenga komst í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1998-99. Vålerenga mætti þar Chelsea og tapaði 6-2 samanlagt. Dregið verður í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á Stöð 2 Sport 2. Liðin sem Bodø/Glimt getur mætt eru eftirfarandi: Slavia Prag, Leicester City, Marseille, PAOK, Roma, Feyenoord og PSV Eindhoven.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira