Baldvin komst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 12:42 Baldvin Þór Magnússon er Íslandsmethafi í 3.000 metra hlaupi og hefur staðið sig vel í Bandaríkjunum þar sem hann hleypur og sinnir háskólanámi. FRÍ Baldvin Þór Magnússon gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í dag þegar hann keppti í undanriðli í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta er hans fyrsta heimsmeistaramót. Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira