Ásatrúarfólki misboðið Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna Harðardóttir skrifa 18. mars 2022 14:00 Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Dómsmál Zuism Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun