Það sem vantar í umræðuna Drífa Snædal skrifar 18. mars 2022 14:31 Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram. Við í verkalýðshreyfingunni bendum á ranglætið og setjum í samhengi við almenn laun í landinu og kjarasamninga og á móti ómar svo árvissi söngurinn um ábyrgð, „að hlutfallslega hækkunin sé ekki svo mikil“ og fleiri kreistar réttlætingar í svipuðum dúr. „Hlutfallslega“ er þarna lykilorð. 10% hækkun á 400 þúsund króna laun eru 40 þúsund krónur en 5% hækkun á fjórar milljónir eru 200 þúsund krónur. Minni hlutfallsleg hækkun á ofurlaun getur munað góðri utanlandsferð. Það sem eftir stendur í umræðunni er; hver á launamunurinn að vera? Fyrir hvernig ábyrgð og störf á að greiða meira og hversu mikið? Þegar umræða síðustu áratuga er rakin kemur í ljós að þolinmæði okkar fyrir misskiptingu hefur aukist stórkostlega. Um miðja síðustu öld var til umræðu að enginn fengi meira en tvöföld laun þess lægst launaða. Síðan þróaðist umræðan yfir í að þreföld laun væru eðlilegur munur og síðan fjórföld. Nú erum við svo komin á stað þar sem engar skynsamlegar reglur virðast gilda um launamun. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeirri hugmynd að þau sem eru með hæstar tekjur hafi beinan hag af því að hækka lægstu laun. Að skilyrða hæstu laun við þau lægstu. Ágætis byrjun væri að ríkið setti það inn í eigendastefnu sína hvert ásættanlegt launahlutfall væri innan þeirrar starfsemi sem við eigum öll. Í eigendastefnunni núna stendur: „Laun séu hófleg, samkeppnishæf, en ekki leiðandi og taki mið af opinberu eignarhaldi“. Ég legg til viðbótina: „Laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en ferföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum“. Þetta yrði stefnumótandi og myndi losa okkur út úr andlausri árvissri umræðu um ofurlaun. Almenni markaðurinn ætti svo auðvitað að tileinka sér þetta sömuleiðis. Í raun er ekki eftir neinu að bíða þar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram. Við í verkalýðshreyfingunni bendum á ranglætið og setjum í samhengi við almenn laun í landinu og kjarasamninga og á móti ómar svo árvissi söngurinn um ábyrgð, „að hlutfallslega hækkunin sé ekki svo mikil“ og fleiri kreistar réttlætingar í svipuðum dúr. „Hlutfallslega“ er þarna lykilorð. 10% hækkun á 400 þúsund króna laun eru 40 þúsund krónur en 5% hækkun á fjórar milljónir eru 200 þúsund krónur. Minni hlutfallsleg hækkun á ofurlaun getur munað góðri utanlandsferð. Það sem eftir stendur í umræðunni er; hver á launamunurinn að vera? Fyrir hvernig ábyrgð og störf á að greiða meira og hversu mikið? Þegar umræða síðustu áratuga er rakin kemur í ljós að þolinmæði okkar fyrir misskiptingu hefur aukist stórkostlega. Um miðja síðustu öld var til umræðu að enginn fengi meira en tvöföld laun þess lægst launaða. Síðan þróaðist umræðan yfir í að þreföld laun væru eðlilegur munur og síðan fjórföld. Nú erum við svo komin á stað þar sem engar skynsamlegar reglur virðast gilda um launamun. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeirri hugmynd að þau sem eru með hæstar tekjur hafi beinan hag af því að hækka lægstu laun. Að skilyrða hæstu laun við þau lægstu. Ágætis byrjun væri að ríkið setti það inn í eigendastefnu sína hvert ásættanlegt launahlutfall væri innan þeirrar starfsemi sem við eigum öll. Í eigendastefnunni núna stendur: „Laun séu hófleg, samkeppnishæf, en ekki leiðandi og taki mið af opinberu eignarhaldi“. Ég legg til viðbótina: „Laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en ferföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum“. Þetta yrði stefnumótandi og myndi losa okkur út úr andlausri árvissri umræðu um ofurlaun. Almenni markaðurinn ætti svo auðvitað að tileinka sér þetta sömuleiðis. Í raun er ekki eftir neinu að bíða þar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar