Aron gaf í fyrra út plötuna ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL. Hann er tilnefndur fyrir hana í flokknum Plata ársins. Einnig er hann tilnefndur sem söngvari ársins, fyrir FLÝG UPP sem Lag ársins og fyrir myndbandið FLÝG UPP X VARLEGA.
Veit núna hvað hann er að gera
Aron var kosinn nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2017 í kjölfar þess að hann gaf út frumraun sína, Þekkir Stráginn. Hann segir margt búið að breytast síðan þá.
„Ég var nýorðinn sautján ára á þessum tíma þannig að það er margt búið að breytast. Tónlistarlega séð hef ég öðlast meiri reynslu eftir að hafa verið í bransanum í öll þessi ár. Ég veit aðeins meira hvað ég er að gera.“
Aron flytur lag á hátíðinni og lofar flottu atriði. „Við ætlum að gera eitthvað geggjað úr þessu.“
Hlustendaverðlaunin eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 á morgun klukkan 19:00. Einnig verður hægt að horfa á þau hér á Vísi.
Verðlaunahátíðin er haldin í Kolaportinu. Auk Arons koma fram eru Írafár, Sigga Beinteins, Kælan mikla, Bríet, GDRN, Jón Jónsson og Hugo.
Eftirfarandi listamenn koma til greina til verðlaunanna. Kosning fór fram hér á Vísi fyrr á árinu og bárust alls 93 þúsund atkvæði.
Lag ársins
- Ég var að spá - RAKEL, JóiPé, CeaseTone
- FLÝG UPP - Aron Can
- Spurningar - Birnir, Páll Óskar
- Segðu mér - Friðrik Dór
- Ef ástin er hrein - Jón Jónsson, GDRN
- Ástrós - Bubbi Morthens, BRÍET
- Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir, John Grant
Poppflytjandi ársins
- BRÍET
- Jón Jónsson
- Herra Hnetusmjör
- Daði Freyr
- Friðrik Dór
- Bubbi Morthens
- GDRN
Rokkflytjandi ársins
- Kaleo
- superserious
- Skrattar
- Sign
- GRÓA
- BSÍ
- Hylur
- DIMMA
Söngkona ársins
- Bríet
- GDRN
- Sigrún Stella
- Rakel Sigurðardóttir
- Margrét Rán
- Kristín Sesselja
- Klara Elias
- Ellen Kristjánsdóttir
Söngvari ársins
- Jökull Júlíus
- Kristófer Jensson
- Aron Can
- Herra Hnetusmjör
- Friðrik Dór
- Jón Jónsson
- Bubbi Morthens
- Sverrir Bergmann
Plata ársins
- Undir Köldum Norðurljósum - Kælan Mikla
- ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL - Aron Can
- Kick The Ladder - Kaktus Einarsson
- Lengi lifum við - Jón Jónsson
- Sjálfsmynd - Bubbi
- Bau Air - Ingi Bauer
- KBE kynnir: Flottur Skrákur 2 - Herra Hnetusmjör
- Surface Sounds - KALEO
Nýliði ársins
- Hylur
- BSÍ
- Rakel Sigurðardóttir
- HUGO
- Karen Ósk
- Poppvélin
- Þorsteinn Einarsson
- FLOTT
Myndband ársins
Kælan Mikla - Hvítir Sandar. Leikstjóri: Máni Sigfússon.
superserious - Let's Be Grown Ups. Leikstjórar: Daníel Jón og Haukur Jóhannesson
Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Leikstjóri: Magnús Leifsson.
Aron Can - FLÝG UPP X VARLEGA. Leikstjóri: Erlendur Sveinsson.
Þorsteinn Einarsson - Shackles. Leikstjóri: Niklas Schwärzler.
Daði & Gagnamagnið - 10 Years. Leikstjóri: Guðný Rós Þórhallsdóttir.
Hipsumhaps - Meikaða. Leikstjóri: Lil Binni.
Inspector Spacetime - Dansa og bánsa. Leikstjórar: Nikulás Tumi og Arína Vala Þórðardóttir.
Daughters of Reykjavík - HOT MILF SUMMER. Leikstjórn: Arína Vala Þórðadóttir.
Kaleo - Break My Baby. Leikstjórn: Hörður Freyr Brynjarsson.