Lífið

Dróninn réði ekki við toppinn: „Aldrei vanmeta Baulu“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rakel og Garpur fóru upp á Baulu á dögunum.
Rakel og Garpur fóru upp á Baulu á dögunum. Okkar eigið Ísland

Garpur I. Elísabetarson og Rakel María Hjaltadóttir fóru upp á Baulu í nýjasta ævintýri sínu í Okkar eigið Ísland. 

Þau segja að það sé þægilegra að fara upp á Baulu í vetrarfærð en á sumrin. Það er samt mikilvægt að vera vel búinn og voru þau með góða brodda og sitthvora ísöxina. Rakel var samt hætt að lítast á blikuna í mesta brattanum.

„Ég ætti að vera búin að læra það núna að þegar maður heldur að maður sé kominn á toppinn þá er maður aldrei kominn á toppinn,“ sagði hún svekkt á einum tímapunkti. 

Það var svo hvasst á toppnum að dróninn lenti í vandræðum. 

„Borgarfjörðurinn greinilega leynir á sér,“ sagði Garpur og útsýnið olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.