Framtíð félagsmanna VM verður björt Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 19. mars 2022 07:01 Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Tengdar fréttir Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM.
Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar