Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Örn Svavarsson skrifar 19. mars 2022 09:34 Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. Hjónabandið beið skipbrot, því faðir minn blessaður tók flösku og fjárhættuspil fram yfir fjöldskyldu og eru mínar fyrstu æskuminningar úr braggahverfinu Kamp Knox. Þar bankaði Vottur Jehóva á dyr og fann konu í tilvistarkreppu sem gleypti við boðskap um nýjan og réttlátan heim. Súrrealístískar kenningar þessara trúarbragða voru minn sannleikur fram eftir ævi. Á þrítugsaldri runnu smám saman á mig tvær grímur gagnvart „sannleikanum“ sem leiddu að lokum til þess að trúin hvarf með öllu og ég hætti. Var í kjölfarið útskúfað úr söfnuðinum og það tilkynnt á samkomu. Vottur sem hættir að trúa á Jehóva og félag hans, afneitar jafnvel trúnni eða velur að lifa sínu lífi með öðrum hætti en samkvæmt reglum félagsins, verður rekinn. Viðkomandi er útskúfað. Fólk er smánað. Útskúfun þar sem öllu þínu fólki, æskuvinum jafnt sem frændfólki, nánustu fjölskyldu, jafnvel systkinum, foreldrum og börnum er bannað að hafa við þig nokkurt samneyti, gengur þvert á öll lýðræðisleg gildi og er skelfileg birtingarmynd mannfyrirlitningar og mannvonsku. Þetta er andstyggilegt form refsingar, andlegt ofbeldi í sinni verstu mynd. Vottunum er bannað að taka þátt í stjórnmálum. Það er m.a. rökstutt með orðum Krists í Jóhannesar guðspjalli, „mitt ríki er ekki af þessum heimi“ og þar sem Satan sjálfur er stjórnandi alls hins veraldlega og óguðveldislega á þessari jörð, þá eru stjórnvöld öll undir hans áhrifum. Af þessum sökum er fólki „sannleikans“ meinað að kjósa, jafnt í kosningum til ríkis og sveitarfélaga sem og forsetakosningum og/eða öðrum kosningum stjórnsýslulegs eðlis. Þeir segjast lúta guðlegri stjórn, sem er einræði þar sem félagið og öldungarnir setja reglurnar og fara með dómsvaldið. Vottur sem notar lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, á það á hættu að verða rekinn og þar með útskúfað úr sínu félagslega umhverfi fjölskyldu og vina. Eitt af því sem Vottar Jehóva eru þekktir fyrir, er að neyta ekki blóðs og byggja þeir þá afstöðu sína á fyrirmælum drottins til síns fólks, sem skráð eru á spjöld Biblíunnar öldum og árþúsundum fyrir Krist. Hvorki borða þeir mat sem inniheldur blóð, svo sem blóðmör eða annað því um líkt, né þiggja þeir blóðgjafir í skurðaðgerðum, þó líf þeirra liggi við og er sú afstaða jafn afdráttarlaus gagnvart eigin börnum. Þeir sem láta lífið undir slíkum kringumstæðum eru hafnir til skýjanna fyrir trúfesti sína og hollustu við himnaföðurinn. Alveg sérstaklega er börnum og unglingum hampað, sem fórna lífi sínu með þessum hætti, rétt eins og látnum hermanni sem veitt er orða eftir dauða sinn, fyrir frækilega framgöngu. Óhugnanlegt í þessu er að innan safnaðarins eru öldungar þjálfaðir í að „hjálpa“ sínu fólki til að standast þá freistingu að þiggja blóð, til að bjarga lífi sínu við svo krítískar aðstæður. Í mörgum löndum er forræðið yfir ósjálfráða börnum sem betur fer tekið af foreldrum undir slíkum kringumstæðum, til að þeir geti ekki komið í veg fyrir að lífi barns þeirra sé bjargað með blóðgjöf, sé á henni þörf. Hlutskipti kynjanna í samfélagi Vottanna gengur algerlega í berhögg við jafnréttislög eins og við þekkjum þau í flestum vestrænum löndum. Konan skal vera manninum undirgefin, maðurinn er höfuð konunnar. Samfélag Vottanna er algerlega karllægt, karlar stjórna, karlar eru öldungar, karlar halda ræðurnar á samkomum, karlar fara með bænir á samkomum, karlar sjá um að dýfa fólki í vatn þegar það skýrist, 3 karlar sitja í „dómnefnd safnaðarins“, jafnvel þegar fjallað er um viðkvæm mál ungra stúlkna, þar sem þær eru spurðar spjörunum úr í orðsins fyllstu merkingu, út í tilhugalíf, snertingar, nekt og kynlíf. Undir flestum kringumstæðum væri slík háttsemi flokkuð sem argasti perraskapur og má ganga út frá því sem vísu að fátt nútímafólk sjái nokkuð annað í framkomu af þessu tagi. Þegar því er haldið svo mjög til streitu að konan skuli vera karlinum „undirgefin“, er ekki hægt að útleggja það öðru vísi en svo að hún sé karlinum óæðri. Þarna er sem sé á óskammfeilinn hátt verið að þverbrjóta jafnréttislög. Samkvæmt Vottunum er samkynhneigð óguðleg, ósiðleg og beinlínis syndsamleg. Því lendir ungt fólk innan safnaðarins, sem opinberar samkynhneigð sína, ekki aðeins í þeim innri átökum sem hjá afar mörgum samkynhneigðum fylgir því að opinbera kenndir sínar fyrir fjölskyldu og vinum, heldur eru þeir kallaðir fyrir hina mannfjandsamlegu dómnefnd safnaðarins, sem útskúfar þeim úr því samfélagi sem þeir hafa alist upp í og klippa þar með á allar tengingar og samskipti við æskuvini, systkini, foreldra og alla þá aðra innan safnaðarins sem verið hafa félagslegt net þeirra. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Dæmi eru um að ungt samkynhneigt safnaðarfólk sem opinberað hefur kynhneigð sína og verið útskúfað fyrir vikið, hafi fengið foreldra sína í sorglega kveðjuheimsókn með tertu til að eiga með þeim sína hinstu samverustund. Þessu hefur fólk líst svo, að það hafi upplifað þá stund sem eins konar útfararathöfn. Eftir heimsóknina var viðkomandi líkt og dauður í augum fjölskyldunnar, enda dæmdur til að farast í Harmageddon. Er hægt að valda einstaklingi miskunnlausara hugarangri eða meiri þjáningu? Fram að þessu hef ég forðast að tjá mig opinberlega um þennan ófögnuð af tillitssemi við elskulega elstu dóttur mína sem kosið hefur að fylgja Vottunum, yndislega unga konu, sem hvers manns er hugljúfi, glaðvær og greiðvikin, en gallhörð á því að hafa ekkert samband við föður sinn, útskúfaðan útilegumanninn. Í þeirri umfjöllun sem nú á sér stað tel ég þó rétt að bæta minni rödd við umræðuna, til að vekja frekari athygli á ofríki og andlegu ofbeldi sem beitt er innan þessa „sannkristna“ safnaðar. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. Hjónabandið beið skipbrot, því faðir minn blessaður tók flösku og fjárhættuspil fram yfir fjöldskyldu og eru mínar fyrstu æskuminningar úr braggahverfinu Kamp Knox. Þar bankaði Vottur Jehóva á dyr og fann konu í tilvistarkreppu sem gleypti við boðskap um nýjan og réttlátan heim. Súrrealístískar kenningar þessara trúarbragða voru minn sannleikur fram eftir ævi. Á þrítugsaldri runnu smám saman á mig tvær grímur gagnvart „sannleikanum“ sem leiddu að lokum til þess að trúin hvarf með öllu og ég hætti. Var í kjölfarið útskúfað úr söfnuðinum og það tilkynnt á samkomu. Vottur sem hættir að trúa á Jehóva og félag hans, afneitar jafnvel trúnni eða velur að lifa sínu lífi með öðrum hætti en samkvæmt reglum félagsins, verður rekinn. Viðkomandi er útskúfað. Fólk er smánað. Útskúfun þar sem öllu þínu fólki, æskuvinum jafnt sem frændfólki, nánustu fjölskyldu, jafnvel systkinum, foreldrum og börnum er bannað að hafa við þig nokkurt samneyti, gengur þvert á öll lýðræðisleg gildi og er skelfileg birtingarmynd mannfyrirlitningar og mannvonsku. Þetta er andstyggilegt form refsingar, andlegt ofbeldi í sinni verstu mynd. Vottunum er bannað að taka þátt í stjórnmálum. Það er m.a. rökstutt með orðum Krists í Jóhannesar guðspjalli, „mitt ríki er ekki af þessum heimi“ og þar sem Satan sjálfur er stjórnandi alls hins veraldlega og óguðveldislega á þessari jörð, þá eru stjórnvöld öll undir hans áhrifum. Af þessum sökum er fólki „sannleikans“ meinað að kjósa, jafnt í kosningum til ríkis og sveitarfélaga sem og forsetakosningum og/eða öðrum kosningum stjórnsýslulegs eðlis. Þeir segjast lúta guðlegri stjórn, sem er einræði þar sem félagið og öldungarnir setja reglurnar og fara með dómsvaldið. Vottur sem notar lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, á það á hættu að verða rekinn og þar með útskúfað úr sínu félagslega umhverfi fjölskyldu og vina. Eitt af því sem Vottar Jehóva eru þekktir fyrir, er að neyta ekki blóðs og byggja þeir þá afstöðu sína á fyrirmælum drottins til síns fólks, sem skráð eru á spjöld Biblíunnar öldum og árþúsundum fyrir Krist. Hvorki borða þeir mat sem inniheldur blóð, svo sem blóðmör eða annað því um líkt, né þiggja þeir blóðgjafir í skurðaðgerðum, þó líf þeirra liggi við og er sú afstaða jafn afdráttarlaus gagnvart eigin börnum. Þeir sem láta lífið undir slíkum kringumstæðum eru hafnir til skýjanna fyrir trúfesti sína og hollustu við himnaföðurinn. Alveg sérstaklega er börnum og unglingum hampað, sem fórna lífi sínu með þessum hætti, rétt eins og látnum hermanni sem veitt er orða eftir dauða sinn, fyrir frækilega framgöngu. Óhugnanlegt í þessu er að innan safnaðarins eru öldungar þjálfaðir í að „hjálpa“ sínu fólki til að standast þá freistingu að þiggja blóð, til að bjarga lífi sínu við svo krítískar aðstæður. Í mörgum löndum er forræðið yfir ósjálfráða börnum sem betur fer tekið af foreldrum undir slíkum kringumstæðum, til að þeir geti ekki komið í veg fyrir að lífi barns þeirra sé bjargað með blóðgjöf, sé á henni þörf. Hlutskipti kynjanna í samfélagi Vottanna gengur algerlega í berhögg við jafnréttislög eins og við þekkjum þau í flestum vestrænum löndum. Konan skal vera manninum undirgefin, maðurinn er höfuð konunnar. Samfélag Vottanna er algerlega karllægt, karlar stjórna, karlar eru öldungar, karlar halda ræðurnar á samkomum, karlar fara með bænir á samkomum, karlar sjá um að dýfa fólki í vatn þegar það skýrist, 3 karlar sitja í „dómnefnd safnaðarins“, jafnvel þegar fjallað er um viðkvæm mál ungra stúlkna, þar sem þær eru spurðar spjörunum úr í orðsins fyllstu merkingu, út í tilhugalíf, snertingar, nekt og kynlíf. Undir flestum kringumstæðum væri slík háttsemi flokkuð sem argasti perraskapur og má ganga út frá því sem vísu að fátt nútímafólk sjái nokkuð annað í framkomu af þessu tagi. Þegar því er haldið svo mjög til streitu að konan skuli vera karlinum „undirgefin“, er ekki hægt að útleggja það öðru vísi en svo að hún sé karlinum óæðri. Þarna er sem sé á óskammfeilinn hátt verið að þverbrjóta jafnréttislög. Samkvæmt Vottunum er samkynhneigð óguðleg, ósiðleg og beinlínis syndsamleg. Því lendir ungt fólk innan safnaðarins, sem opinberar samkynhneigð sína, ekki aðeins í þeim innri átökum sem hjá afar mörgum samkynhneigðum fylgir því að opinbera kenndir sínar fyrir fjölskyldu og vinum, heldur eru þeir kallaðir fyrir hina mannfjandsamlegu dómnefnd safnaðarins, sem útskúfar þeim úr því samfélagi sem þeir hafa alist upp í og klippa þar með á allar tengingar og samskipti við æskuvini, systkini, foreldra og alla þá aðra innan safnaðarins sem verið hafa félagslegt net þeirra. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Dæmi eru um að ungt samkynhneigt safnaðarfólk sem opinberað hefur kynhneigð sína og verið útskúfað fyrir vikið, hafi fengið foreldra sína í sorglega kveðjuheimsókn með tertu til að eiga með þeim sína hinstu samverustund. Þessu hefur fólk líst svo, að það hafi upplifað þá stund sem eins konar útfararathöfn. Eftir heimsóknina var viðkomandi líkt og dauður í augum fjölskyldunnar, enda dæmdur til að farast í Harmageddon. Er hægt að valda einstaklingi miskunnlausara hugarangri eða meiri þjáningu? Fram að þessu hef ég forðast að tjá mig opinberlega um þennan ófögnuð af tillitssemi við elskulega elstu dóttur mína sem kosið hefur að fylgja Vottunum, yndislega unga konu, sem hvers manns er hugljúfi, glaðvær og greiðvikin, en gallhörð á því að hafa ekkert samband við föður sinn, útskúfaðan útilegumanninn. Í þeirri umfjöllun sem nú á sér stað tel ég þó rétt að bæta minni rödd við umræðuna, til að vekja frekari athygli á ofríki og andlegu ofbeldi sem beitt er innan þessa „sannkristna“ safnaðar. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar