Fyrir um hálfum mánuði var dóttir þeirra lasin. Næsti læknir var í 70 kílómetra fjarlægð.
„Þá sé ég bara að hún er að reyna að gráta og hún bara getur það ekki. Þá fara varirnar að blána. Þá vek ég pabba hennar og segi honum að hann verði að hringja á Neyðarlínuna því að þetta sé bara ekki eðlilegt,“ segir Petra Axelsdóttir.
Ítarleg umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2, Íslandi í dag og á Vísi í kvöld.