Leclerc vann í Barein | Verstappen þurfti að hætta keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 17:21 Charles Leclerc fagnar sigri dagsins meðan flugeldum er skotið á loft. Twitter@F1 Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni. Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum. Formúla Barein Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum.
Formúla Barein Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira