Framsækni í heilbrigðisvísindum Andri Már Tómasson skrifar 21. mars 2022 08:32 Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun