Körfubolti

Jókerinn með skeifu eftir að hafa lent í Boston-vörninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikola Jokic átti erfitt uppdráttar gegn Boston Celtics.
Nikola Jokic átti erfitt uppdráttar gegn Boston Celtics. afp/David Zalubowski

Gott gengi Boston Celtics í NBA-deildinni hélt áfram í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets á útivelli, 104-124.

Boston hefur verið eitt heitasta lið deildarinnar undanfarnar vikur og á góða möguleika á að ná 2. sæti Austurdeildarinnar.

Boston er með besta varnarlið deildarinnar og serbneski miðherjinn Nikola Jokic, einn besti leikmaður NBA, fékk að kynnast því í nótt. Hann skoraði 23 stig en úr 23 skotum. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu þrjátíu stig hvor fyrir Boston.

Toronto Raptors vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 88-93. Pascal Siakam skoraði 26 stig fyrir Toronto og Precious Achiuwa 21.

Joel Embiid skoraði 21 stig og tók þrettán fráköst í liði Sixers. James Harden var með sautján stig, níu fráköst og átta stoðsendingar.

Án Stephens Curry tapaði Golden State Warriors fyrir San Antonio Spurs, 108-110, þökk sé körfu Keldons Johnson undir blálok leiksins. Josh Richardson skoraði 25 stig fyrir San Antonio og Dejounte Murray nítján.

Jordan Poole skoraði 28 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 24. Golden State er búið að missa Memphis Grizzlies upp fyrir sig í 2. sæti Vesturdeildarinnar og þarf að halda vel á spilunum til að missa ekki 3. sætið á lokakafla deildarkeppninnar.

Úrslitin í nótt

  • Denver 104-124 Boston
  • Philadelphia 88-93 Toronto
  • Golden State 108-110 San Antonio
  • Indiana 129-98 Portland
  • Houston 98-122 Memphis
  • Atlanta 112-117 New Orleans
  • Orlando 90-85 Oklahoma
  • Sacramento 124-127 Phoenix
  • NY Knicks 93-108 Utah
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×