Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2022 10:30 Davíð að gera góða hluti í Prag. „Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni. Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira